3.7.2009 | 22:27
Öskur Guðlaugs Þórs
Ég var nú í svefnrofunum yfir fréttunum þegar ég heyrði orð Guðlaugar Þórs Þórðarsonar sem kom upp í pontu og barði í púltið eins og menntskælingur í ræðukeppni á hinu háa Alþingi og öskraði út úr sér" Í hvaða liði er viðskiptaráðherra" .Ég glaðvaknaði og fann koma upp reiði yfir þessum orðum og athöfnum ,'Í hvaða liði ,ja hérna hvað er að ykkur þarna niður á Alþingi af hverju í ósköpunum talið ekki af alvöru um eins viðamikið mál og Icesave málið er, hættið þessum hnútuköstum og farið að vinna að því að leysa þessi mál,leggið nú niður þessi stríðsöskur og farið að vinna saman að því að finna þverpólitískar lausnir á málum sem knýja á dyrnar ,þið getið farið að hnútu kastast á ykkar á milli þegar þið eruð búnir að vinna það sem þarf að gera svona eftir 3-4 ár .
Skildu Alþingismenn gera sér grein fyrir að Íslenska bankakerfið var annað stærsta bankakerfið í Evrópu á eftir Sviss það mætti halda að þeir vissu ekki um hversu mikla peninga er að ræða þetta eru engir smá aurar sem um er að ræða .Breska þjóðin og Hollenska þjóðin hefur tekið á sig miklar byrðar líka í sambandi við Icesave dæmið Og að menn eins og Guðlaugur geti ekki samþykkt það að það hafi verið Íslendingar sem urðu valdir að þessari Icesave dæmi sýnir nú bara hvaða mann hann hefur að geyma ,Það voru Íslenskir eigendur af Landsbankanum ,það voru íslenskir bankastjórar ,það var Íslenska fjármálaeftirlitið sem átti að fylgjast með en brást ,Það voru Íslenskir bankamenn sem tæmdu Icesave reikninganna .Þú Guðlaugur ættir að skammast þín fyrir þau orð sem þú viðhafðir á Alþingi í dag.
Það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það.
27.6.2009 | 21:17
Hvað snýr upp og hvað snýr niður á Icesave?
Alltaf eru að koma upp nýjar hliðar á málunum ,3 okt 2008 þegar Bretar voru að leggja inn á Icesave þá voru þeir lagðir inn á sérstakan reikning hjá breska seðlabankanum en ekki inn á Icesavereikning . Ég er nú alveg hættur að botna þessa vitleysu hvað varð þá af þessum peningum sem við erum sagðir skulda Bretum sem voru lagðir inn á Icesave en lentu hjá breska seðlabankanum ,hvað er rétt og hvað rangt ,hvað snýr upp og hvað snýr niður ,hvernig eiga alþingismenn að geta samþykkt að við borgum Icesave þegar þeir peningar fóru aldrei inn á Icesave heldur á reikning hjá seðlabankanum í Bretlandi og þar með vitvísandi að blekkja okkur íslendinga því fjármálaráðherra Breta hlýtur að hafa vitað af þessu.
20.6.2009 | 13:15
Undanþágur veikleikamerki?
Fara framhjá gjaldeyrishöftum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2009 | 22:17
Göngubrú yfir Krossá ónothæf
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2009 | 22:19
Óráðsíupælingar
Af hverju er ekki allt upp á borðinu ,hvað er verið að fela í Icesave málinu?
Það er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar hugsað er um þann gjörning ,hvað getur verið svona hræðilegt að ekki er hægt að opinbera hann ,getur það verið að hann sé svo lélegur fyrir Íslands hönd að Bretar og Hollendingar vilja ekki að hann komi upp á borð því þá yrði augljóst að hann yrði felldur á alþingi ,eða er meira í pokahorninu en við sjáum , er alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að grugga eitthvað í þessu. Það er von að menn hugsi á þessum nótum menn treysta ekki stjórnmálamönnum fyrir fimm aurum hvað þá meiru.
Þessu leynimaki verður að linna ,menn verða að hafa bein í nefinu til að taka afleiðingum gjörða sinna og hvar er þessi opna stjórnsýsla sem var lofuð í kosningum Þetta gegnsæi sem átti að viðhafa .
Því hafa menn ekki bein í nefinu til að taka af skarið og framkvæma ,það verður ekki vinsælt en ég held að menn ættu ekki að vera horfa í einhverjar vinsældarkosningar eða að koma sér í mjúkinn hjá almenningi með einhverjum gífuryrðum sem almenningur sér í gegn .
Það eru liggur við á hverjum degi að koma upp skandalsmál í sambandi við bankahrunið ,farið að fjölga í þeim embættum sem eiga að rannsaka þessi mál ,svo hægt sé að draga þessa samviskulausa skúrka til ábyrgðar.
Hvað er að frétta af svokallaðri sannleiksnefnd var hún einungis stofnuð til að friða þjóðina hvar er hægt að lesa um eða hvar getur maður fengið að vita hvað er í gangi þar..
Hvar eru gjörðirnar sem lofaðar voru ? Er ætlunin að það verði engar alvöru rannsóknir á bankahruninu ,verður ekkert hlustað á ráðgjafann fyrir sérstakan ríkissaksóknara ,það hlýtur að vera hægt að koma ríkissaksóknara frá eins og var gert við Seðlabankastjórann.
Það verður ótrúverðug rannsókn ef hann sem yfirmaður ríkissaksóknaraembættisins starfar áfram á ég þá við Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara.
Þetta er spurning um að ekki sé hægt að rengja rannsóknir á málum vegna vanhæfni ,fólk er orðið þreytt á spillingu og tengslum í stjórnkerfinu og því þarf að vanda til verka ,menn mega ekki vera svo miklir þursar að menn sjái það ekki .
Það er alveg sama hvar menn eru, í bæjarpólitík eða sem embættismenn eða sem þingmenn ,þess þá heldur sem þeir eru ofar í virðingarstiganum .
13.5.2009 | 22:01
Greiðsluerfiðleikar !!!!!!!!!!!???????
Ég fór aðeins að skoða aðstoð vegna greiðsluerfiðleika og hvað kemur í ljós :heyrðu það geta engir aðrir fengið aðstoð en þeir sem eru í skilum ,Bíddu þurfa þeir sem eru í skilum aðstoð vegna greiðsluerfiðleika ,hvað er í gangi ,hvað með þá sem hafa ekki getað borgað í nokkurn tíma hafa verið að reyna að borga eins og þeir geta ,ekki var það þeirra sök að krónan hrundi svo að lán hafa hækkað um helming ,ekki var það þeirra sök að verðbólgan fór úr böndum og hækkuðu lán og vexti þannig að verðtryggð lán hækkuðu og hækkuðu ,ég spyr hvað með þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna þess að þeir eru komnir í þrot og geta ekki meir ,þeir hafa ekki möguleika á frystingu lána því þeir eru í vanskilum ,hvers konar della er þetta eiginlega ,ég er ekki að segja að þeir sem standi í skilum þurfi ekki hjálp ég er að benda á þversögninna ,ég fór fram á hjálp fyrir 1 ári,sem sagt fyrir hrun, því ég sá fram á það að ég þyrfti smá aðstoð við að ná mér á rétta braut en nei mér var neitað og eiginlega sagt reddaðu þér bara ,engar uppástungur hvað ég gæti gert og hvert ég gæti hugsanlega snúið mér . Núna þegar allt er sprungið þá eru engar lausnir til .mín trú á bönkunum fór þarna alveg og ekki hefur það batnað .
Það hafa verið samþykktar allskonar lög og reglugerðir til hjálpar heimilum og einstaklingum , bönkunum veitt tilmæli um að hjálpa heimilum en það er harla lítið en að gerast í þeim efnum .
Menn reka bankanna eins og um góðæri væri að ræða ,samanber svokölluð kaup einhverja innherja hjá gamla landsbankanum ,það á nú bara að láta þessa menn fara ,svona háttsemi er ekki til að efla trú manna á því sem er að gerast með gömlu bankanna og hvernig skipting hefur orðið til nýrra banka ,allavega ég fylltist reiði þegar ég heyrði um þessa tilraun til innherjakaupa ,þetta á ekki að líðast og burtu með þessa menn öðrum til viðvörunnar.
2.5.2009 | 09:12
Grátkór LÍÚ komin af stað
Ég segi það að útgerðamenn hafa gengið afar illa um auðlindina brottkast er geigvanlegt og ég skil ekki af hverju er ekki betra eftirlit með veiðum en raun ber vitni .
Það er hent í sjóinn alveg gífurlega miklum auðlindum ,bestu fiskarnir eru hirtir en hitt látið gossa í sjóinn ,skv. fiskveiðilögum er skilt að koma með allan afla að landi hvort sem það er í formi mjöls eða slógs .Það eru allavega fá skip sem koma með að landi mjöl eða hvað þá slóg ,hvað verður um innvolsið úr fisknum er því bara hent í hafið ,sem ég hélt að væri bannað .
Nei útgerðamenn hafa kallað sjálfir yfir sig að taka til baka aflaheimildina ,það er vel gert að fara fyrningarleiðina .
2.5.2009 | 08:34
Ekki rétt segir Ásta
Hvað er rétt og hvað er rangt? Ásta athugaðu hvað þú lætur út úr þér !!
Það er rangt að heimilum er refsað fyrir það sem nokkrir menn gerðu .
Það er rangt að heimilum er gert að borga upp í topp þegar afskrifaðar eru skuldir til banka .
Það er rangt að borga upp í topp þegar erlendir aðilar hafa afskrifað lánin til banka.
það er vel hægt að lækka skuldir og hættið að leggja skollaeyrum við sem færustu hagfræðingar segja .
Nú er liðinn vika frá kosningum ætlar þetta að vera sami daraaðadansinn og fyrir kosningar ,malað og malað og ekkert gerist ,engar upplýsingar eins og okkur komi bara fjandans ekkert við hvað gerist eða hvað sé okkur fyrir bestu ,Ég ætla að vona að ég hafi verið að kjósa rétt þegar ég kaus .
Þið verðið að leggja nótt við dag að vinna í þessum málum til þess voruð þið kosinn af því að fólkið treystir því að þessi verk séu unninn fljótt og vel.
Margir íhuga greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2009 | 10:30
Ásbrú
Stóræfing hjá ÍA á Vallarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2009 | 20:05
Viðræður þurfa að herðast ,tíminn er dýrmætur
Það sem þurfum í dag eru hraðar hendur hvað varðar að mynda nýja stjórn ,allir virðast vera sammála um það að þjóðin hafi síðasta orðið um ESB .Hvað er þá að því að hefja viðræður að alvöru við ESB um aðild þar sem gallar og kostir kæmu í ljós sem síðan yrði borið undir þjóðina til samþykktar eða synjunar ,Það verða allir að gera sér grein fyrir því að þessar viðræður taka aðeins meiri tíma en 1 dag eða 1 mánuð . Hvað er verið að tefja málinn með þessu þrefi um aðild eða ekki aðild ,drífið ykkur í að hefja aðildarumræður ,það eru önnur mál sem skipta meira máli.
Það eru aðrir hlutir sem meira liggur á ,t.d hvað á að gera til að leiðrétta vísitölutryggð lán eða hvernig á að leiðrétta körfulánin .Það er með öllu ólíðandi að við séum að borga fullt til banka þegar búið er að afskrifa kröfur bankanna til þeirra lánveitenda .
Við erum ekki að fara fram á það að þessi lán verði fellt niður heldur lækkuð til þess tíma sem var fyrir hrunið ,þannig getur fólk borgað þau lán sem þau hafa og bankar muni fá peninga í sinn rekstur allir munu koma sem best úr miðað við aðstæður í dag.
Enn til þess að hægt sé að taka ákvörðun og byrja að framkvæma fyrir heimili og fyrirtæki þarf skjót vinnubrögð ef við höfum ekki starfrækt fyrirtæki falla heimilin líka það er rangt Steingrímur að það sé nægur tími ,svo er ekki það verður að bregðast skjót við á öllum vígstöðvum ,því segi ég: þið þurfið að bretta meira upp ermunum, til þess voruð þið kosinn .
Áfram með ykkur !
Um bloggið
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Make Money Online blog síða hvernig menn græða peninga á netinu
- Go Green Lýsing á vöru sem á að spara eldsneyti
- Netvinnu yfirlit Mögulegur árlegur 6 tölu hagnaður á netinu
- Niche Profit Classroom Kennsla á uppsetningu á vef ásamt möguleika að vinna heima
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar