Minnir ártalið 1262 á eitthvað?

Það er margt sem minnir mig á ártalið 1262 í sambandi við það sem er að gerast á Íslandi í dag .

Sturlungaöld þar sem menn börðust á banaspjótum,svikum og prettum til að fá að stjórna en í raun stjórnuðu engir og allt þetta brölt lenti á saklausum borgurum og endaði eins og við vitum, misstum sjálfstæði okkar og fengum það ekki aftur fyrr en  682 árum seinna þá ein af fátækari þjóðum Evrópu,en gátum unnið okkur upp í að verða ein af ríkari þjóðum heims og erum nú á leið með að glutra því öllu niður aftur ,eins er með sjálfstæði okkar ,og erum eins og staðan er í dag búin að missa það að hluta til, til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Menn berjast á banaspjótum um það hvernig er best að bjarga fjármálaumhverfinu á kostnað almennings ,Almenningur skal sko ekkert fá afslátt á því sem það í raun aldrei bjó til ,þeir ríku skulu sko ekkert missa af neinu þeir skulu sko fá borgað af því sem þeir í raun fengu gefins af almenningi og jafnvel þeir borguðu ekki fyrir það sem þeir keyptu .eignuðust síðan kunningja hóp sem saman léku sér í sápukúluleik og kepptust við að búa til sem stærstu sápukúluna með því að blanda saman alskins sápum og efnum ,en svo einn góðan veðurdag fengust ekki fleiri efni til að búa til blönduna og allar sápukúlurnar sprungu .

Þá horfa menn til útlanda eins og forðum daga til að bjarga málum .

Ég spyr eins og fávís maður ætla menn ekki að læra af reynslunni ,verðum við ekki að taka til hjá sjálfum okkur og verðum við ekki að róa bátnum sjálfir þó að það taki lengri tíma.

Vilja menn sækja eitthvað til okkar þá versúgúð notið dómsstóla til þess eru þeir ,ég er ekki að tala um að borga ekki en við borgum aðeins það sem okkur ber að borga .

Ég vil ekki missa sjálfstæði okkar út af einhveri innri baráttu um stjórnun eða hver eigi að ráða,

refsa verður þeim mönnum sem frömdu slík landráð að hætta er á að við missum forræði yfir okkar eigin málum og erum búnir að hluta til í dag,

Hvað höfum við að gera við einhvern bjargráðasjóð sem sinnir ekki því hlutverki sínu að hjálpa til við að rétta úr kútnum heldur ganga  erinda stórra þjóða sem mega muna sinn fífil fegri.

Við höfum áður gengið í gegnum svartnætti og höfum spjarað okkur ,Árið 1973 kom hér skelfilegur atburður fyrir á einum af okkar stærsta útgerðarplássi ,þegar rúmlega 5000 manns þurftu að yfirgefa sína heimabyggð á einu vetfangi ,þá stóðum við öll saman um að byggja upp víðsvegar um land hús og þar var grunnurinn lagður að viðlagasjóði  ásamt því sem við fengum hjálp frá nágrannalöndum .Ég er að benda á samstöðuna  þegar hún er fyrir hendi er fátt sem getur brotið okkur niður og það er það sem við þurfum nú.

Stjórnvöld eru ekki í því að byggja upp samstöðu meðal þjóðarinnar ,þar vantar mikið upp á ,mætti nefna margt en minnist hér eingöngu á slóðahátt á að taka til hendinni gagnvart þeim aðilum sem hlut áttu að máli við hrunið.

Ég er hræddur við að sama sagan endurtaki sig eins og gerði 1262 ef ekki menn fara að taka til hendinni ,hætta þessu spjótkasti sín á milli og að menn gangi saman með sverð að vopni heldur slíðri sverðin taki höndum saman og berjast við sameiginlegan óvin sem eru fjárhagsvandræði fjölskyldna og fyrirtækja , ef að fyrirtækin komast í gang og atvinnulífið fer að snúast á meiri og meiri hraða fer árangur að birtast.

Byrjum á að taka til hjá sjálfum okkur með bættri stjórnaskrá þar sem almenningur hefur meira að segja um sín mál ,þar sem gegnsæi verði bundin í stjórnarskrá ,

Með einfaldari og heiðarlegri stjórnarháttum eru meiri líkur á að við munum komast vel af sjó .


Tekjuskattur í +49%?

Ég tel að nú sé ekki rétt skref tekið í skattamálum,að auka tekjuskatt upp í rúm 49%

er með öllu ólíðandi og setur fjölskyldu á hausinn hverja eftir aðra .Því verður gert nær ómögulegt að greiða sína reikninga .

Að setja á orkuskatt er ekki af hinu góða heldur því allt lendir þetta á fjölskyldunum sem þurfa að borga meira af sínum ráðstöfunartekjum í hita og rafmagnsreikning og minna verður til að borga af lánum ásamt því að slíkar hækkanir leiða til enn meiri hækkun á lánum vegna þess að verðtryggingin er ekki tekinn úr sambandi.

Ég tel að það eigi að segja upp samningum við alþjóða gjaldeyrissjóðinn,ég tel hann ekki vera að gegna því hlutverki sem hann á að gera heldur gegni hlutverki hand rukkara fyrir Englendinga og Hollendinga .

Ég tel að stjórnsýslan standi sig ekki nógu vel í því að útskýra fyrir útlendingum hvað í rauninni hafi gengið á hér og til hvaða lúalega bragða enska stjórnin hafi gripið á sínum tíma ´'eg tel að það þurfi að uppfræða bæði þingmenn og almenning þessara landa og ekki bara umrædd lönd heldur öll okkar helstu viðskiptalönd .

Ég tel mjög rangt að reyna að hefta hverskonar uppbyggingu sem gæti aukið verðmætasköpun eða veitt meiri atvinnu, ekki veitir okkur af á þessum tímum

Ég tel að borga eigi skatta af lífeyrissparnaðinum ,þar mætti auka tekjur ríkisins um tug milljarða króna án þess að það hafi áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna ,skera mætti meira niður í utanríkisþjónustunni tímabundið með fækkun sendiherra og fækkun á sendiráðum ,alls ekki má skerða niður rannsóknir á hruni bankakerfisins

Enn það er samt ljóst að við verðum að herða ólina en það verður að forgangsraða málum niður og skera niður eftir því,enn að auka skatt á almenning er ekki rétta leiðinn þegar aðrar leiðir eru færar sem ekki koma eins hart niður á fjölskyldum.

Þjóðin krafðist breytinga á stjórnarskránni ,hvar er sú verkáætlun stödd?

Fólk krafðist breytingar á kosningalöggjöfinni ,hvar er sú verkáætlun stödd?

Fólk krafðist gegnsæi í stjórnmálum hvar er sú gegnsæi?

Það er kominn tími á að þjóðin fari aðeins að vakna af blundi og veita aðhald á ný .

Hvar eru staddar rannsóknir Alþingis á bankahruninu?

Svo legg ég til að :

  Þessir svokölluðu útrásavíkingar ásamt hjálparkokkum með græðgi að vopni sem  gengu berserksgang á kostnað þjóðarinnar  verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það


Þor og kjarkur

Málið er að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ræður hér öllu ,það virðist vera stefna hans að setja hér allt endanlega í kaldakol svo að auðmenn erlendis geti eignast hér allt á brunaútsölum,að sem styrkir mig í þeirri trú er skýrsla OPEC um hvernig við eigum að vinna okkur út úr þessu öllu .

Ég bendi á grein mína sem ég skrifaði fyrir stuttu, þor og kjarkur .

Nú verða menn að standa í lappirnar og nú er nóg komið af kjaftæði og far að taka á málum ef við viljum gera hluti þá gerum við það ,sumt mun kosta sársauka en þetta er það sem við þurfum að gera til að komast á þann stað sem við vorum í lífsgæðum . Við látum ekki einhverja útlendinga sem einungis vilja eignast okkur segja okkur fyrir verkum ,nei nú er nóg komið .


mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósanæturflugeldasýning

Það er nú bara eitt orð til að lýsa flugeldasýnungunni á ljósanótt og það er: WOW.

Vantar kjark og þor ?

Nú er svo komið að okkur vantar fólk sem þorir að taka ákvarðanir ,þorir að taka til hendinni þó um óvinsælar aðgerðir verði að ræða ,þorir að segja hlutina eins og þeir eru og dragi ekkert undan ,þorir að draga þá til ábyrgðar sem ollu öllu þessu írafári fyrir tæpu 1 ári.

Mér finnst hart að horfa upp á það að geta ekki borgað allar mínar skuldir þó ég vildi en verð að láta þetta rúlla einhvern veginn.

Mér finnst hart að horfa upp á það að menn sem voru gerendur að hruninu komi blaðskellandi og eru að segja hvernig eigi að gera hlutina til að bjarga einhverju þeim væri best að vera með lokaðan munninn núna .

Mér finnst hart að horfa upp á sömu óráðsíuna vera að endurtaka sig með orkuveitur okkar.

Mér finnst hart að horfa upp á það að menn þori ekki að taka þá ákvörðun að kippa út verðbólgunni,við getum alveg gert það þó við séum ekki í ESB.

 Mér finnst hart að vextir skuli ekki vera lækkaðir þegar alls staðar í kringum okkur hafa menn lækkað stýrivexti ,gilda einhver önnur lögmál hér í hagfræði enn annars staðar í veröldinni.

Mér finnst hart að horfa upp á þingmenn vera að leika sér í sandkassa og vera í einhverjum vinsældarsöfnunum.

Mér finnst hart að menn standi ekki við kosningarloforðinn um stjórnlagaþing ,þar sem koma mun saman breið fylking til að semja nýja stjórnarskrá ,ekki er þingmönnum treystandi til þess þar sem þeir virðast vera ansi tregir á breytingar .

Mér finnst hart að horfa upp á það að útgerðir eru víðast hvar á hausnum og ekki skuli vera notað tækifærið til að byrja upp á nýtt með yfirtöku á aflaheimildum og já skuldir afskrifaðar .

Mér þykir hart að horfa upp á það að ekkert skuli vera gert til að koma fjölskyldum til hjálpar ,ekki voru það þær sem voru örsakavaldar að því hruni sem kom yfir okkur ,það er ekki verið að fara fram á það að skuldir verði afskrifaðar heldur færðar til eðlilegs horfs sem var fyrir hrun .

Mér þykir hart að horfa upp á það að menn segi að ekki komi til greina að gera eitt eða annað þegar allt kemur til alls er það viljinn til að gera hlutina sem þarf, ásamt kjarki og þori.

Menn þurfa að þora að kippa verðtryggingunni burt .

Menn verða að þora að lækka vexti,hvað sem hver segir.

Menn verða að þora að leiðrétta lánin þannig að menn geti borgað og sjái árangur að því.

Menn verða að þora að ráðast í breytingar á fiskveiðistjórnuninni .

Menn verða að þora að ráðast með alefli á það að draga menn til ábyrgðar .

Menn verða að þora að nota niðurskurðahnífinn þó sáraukafullt kunni að verða um tíma .

Menn verða að þora að horfast í augu við það að ástandið mun versna um tíma .

Menn verða að þora að segja hlutina eins og þeir eru og draga ekkert undan.

Menn verða að þora að breyta stjórnarskránni .

Í svo smáu þjóðfélagi verða menn að sýna þor og kjark til að takast á við þá alvarlegu hluti sem eru í gangi nú ,því það er ljóst að vinir manns eða fjölskylda mun verða fyrir einhverskonar skerðingu og ekki hægt að komast hjá því ef menn ætla að vera trúir þjóðinni og hugsa fyrst og fremst um þjóðarhag .


Græðgi verður mönnum að falli

Hvernig má það vera að fjárhagstaða Hs orku er veik .? Var þá Geysir green energy bara pappirsfyrirtæki sem átti svo engan aur þegar hann keypti ,eins og svo mörg önnur á þessum tíma .

Það er gömul og ný saga: græðgi verður mönnum að falli . 

Hvernig á fjárhagstaðan að batna við það að við kaupinn hjá þessu kanadíska fyrirtæki á að lána því

70% kaupverðs í Hs Orku  ,allavega skil ég ekki það dæmi .

Nei er á móti svona kjánalegum útspilum sem ætlað er að blekkja fólk.


mbl.is Eignast meirihluta í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvörðunnarfælni þingmanna að sökkva þjóðinni endanlega?

Ég er að furða mig á hvers vegna þurfi endilega að verða djúp stjórnarkreppa þó að ríkisábyrgð vegna Icesave verði felld

Ég tel það vera rangt mat og þurfi og eigi ekki að verða til þess að fella stjórnina .

Ef það er mat þingmanna að ekki sé verjandi að samþykkja ríkisábyrgð þá eigi þeir að segja nei þannig að hægt sé að fara að vinna við þau mál að semja upp á það sem vantar til að sú ábyrgð verði samþykkt  og að það sé hægt að fara að vinna að öðrum málum sem bíða eftir afgreiðslu ,s.s

Hvernig á að hjálpa fjölskyldum sem eru í kröppum dansi,Hvernig á að bregðast við bílalánunum sem eru að sliga margt fólk og þar sem farið er fram af hendi fjármálastofnana á svo mjög ósanngjarnan máta gagnvart skuldurum,ekki stóðu þeir að því að lánin hækkuðu um helming og rúmlega það,nei það voru þeir sem stjórnuðu og þeir sem lögðu á ráðinn sem ollu þessum ósköpum,

Enn og aftur segi ég við þingmenn hættið þessu þvaðri um málin og farið að taka afstöðu um hvað það er sem þið viljið gera ,það styttist í haustið, tíminn er ekki endalaus í þvarg um Icesave málið.

.Það eru mörg önnur brýn mál sem bíða ,má þar nefna lögregluna ,landhelgisgæsluna Fyrir mér eru það öryggismálinn sem þurfa að vera í lagi ,þannig að fólki finnist það öruggt og geti stólað á að það  fái þá vernd sem þarf .

Það eru framundan erfiðir tímar ,því fyrr sem fólk áttar sig á því ,þess betur verður það undirbúið undir það,þetta er ekki neikvætt raus þetta er staðreynd sem ekki verður horfið framhjá sama þó menn vilji halda í að allt sé í lagi .

 Þessir svokölluðu útrásavíkingar ásamt hjálparkokkum með græðgi að vopni gengu berserksgang á kostnað þjóðarinnar svo að það er alveg ljóst að það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það


Eitt skal yfir alla ganga

Tveir menn um tvítugt voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelld fjársvik og skjalafals. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nema svikin minnst 50 milljónum króna.

Tvímenningarnir eru taldir hafa blekkt Fyrirtækjaskrá með því að hafa, með fölsuðum skjölum, tekið yfir hlutafélög og skipt út stjórnum þeirra og prókúruhöfum, og síðan haft af félögunum fé.

 Svona hljóðaði byrjun á  frétt á vísir.is 24.júlí sl.

 Ég spyr hvers vegna eru hinir svokölluðu útrásavíkingar ekki teknir sömu tökum og þessir ungu menn?

Það er augljóst að linkind gagnvart þessum mönnum er með ólíkindum ,Sumir af þessum mönnum sæta rannsókn en er þeim haldið inni eða eru þeir í farbanni ? Nei það virðist ekki mega hrófla við þessum föðurlandssvikurum sem settu þjóðina á hausinn ,einnig mætti líta á þátt lögmanna í þessu dæmi öllu .Því ég hef ekki trú á að þessir menntskælingar sem sviku þjóðina og sviku út peninga í öðrum löndum hafi gert það án þess að lögmenn hafi komið þar nærri .Hvort sem það eru lögmannsstofur eða lögmenn sjálfir .Það sem vekur athygli mína er hvað lögmenn eru duglegir að koma með mótmæli gagnvart Icesave en heyrist lítið í viðskiptalærðum mönnum .

 Ég held að Atli Gíslason sé samkvæmur sjálfum sér eins og svo margir VG menn ,það sem vekur furðu mína er að það heyrist sama og ekki neitt í samfylkingarfólkinu allt sem er gert eða skammast yfir lendir á VG mönnum sem mér finnst þeir vinna vel úr .

 Hvað er að frétta af þessari sannleiksnefnd svokallaðri ? Er hún ekkert að starfa eða hefur komið í ljós að of margir Alþingismenn eru tengdir fyrirtækjum sem hafa valdið hruninu með einum eða öðrum hætti ?

 Þessir svokölluðu útrásavíkingar með græðgi að vopni gengu berserksgang á kostnað þjóðarinnar svo að það er alveg ljóst að það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það. Eitt skal yfir alla ganga


Ég er reiður

Ég er reiður ,

ég er reiður yfir því hvernig útrásavíkingarnir fóru með það frelsi sem þeir fengu og gerðust landráðamenn, annað er ekki hægt að kalla þá ,Þessir menn voru búnir að sjá að Íslenska bankakerfi riðaði til falls og þá vantaði lausafé og stofnuðu þá Icesave reikninga .Af hverju þeir stofnuðu ekki dótturfélag í Bretlandi var augljóst ef þeir hefðu gert það hefðu þeir ekki getað snert það eða flutt það burt til Íslands eða annarra landa ,þetta kalla ég vítaverðan ásetning og landráð. Það ber að rannsaka þessa menn ,rannsaka hvernig þeir báru sig að ,það ber að frysta allar eigur þessara manna sem settu á hausinn banka áður enn þeir voru búnir að borga þá .Hvaða andsk.. linkind er þetta við þessa menn.

Ég er reiður alþingismönnum fyrir að haga sér eins og skólastrákar á Alþingi og taka sig ekki saman í andlitinu og reyna að leggja öll gífuryrðin og leikaraskapinu til hliðar og vinna sameiginlega að því að leysa þau mál sem þarf að leysa á heiðarlegan og opin hátt. Það svíður að horfa á og hlusta á þessi ósköp meðan almenningi blæðir og eignir brenna undan fólki ,það er ekki bjart framundan með þessu áframhaldi og sé ég fyrir mér dökkan vetur framundan en það má laga með málefnalegum umræðum ,með opnu og skýrum umræðum sem taki ekki langan tíma því að tíminn nú er dýrmætur og megum ekki við meiri töfum.

Ég hlustaði á 2 lögfræðinga vera fjalla um Icesave ,þegar þeir voru spurðir um hvort þeir hefðu betri lausn var fátt um svör ,þegar þeir voru spurðir hverja ætti að senda til að semja var fátt um svör,það er auðvelt að gagnrýna en það er erfiðara að standa í framlínu málanna og hafa eitthvað uppbyggilegt í fararveskinu.

 

 Er það meiningin að alþýða manna fái að bera allan skaðann ,ekki kemst ég upp með það fara fram á að fella niður helming skuldar minnar , ef ég hef stolið eða rangfært í bókhaldi hefði ég verið tekin til rannsóknar og fengið háar sektir eða fangelsi .

Það á jafnt yfir alla að ganga ,ef ég ekki borga þá er gengið að mér og eignir teknar af mér ,það á jafnt yfir alla að ganga ,hvort sem aðili á milljónir eða hundruð.

Þessir svokölluðu útrásavíkingar með græðgi að vopni gengu bersergang á kostnað þjóðarinnar svo að það er alveg ljóst að það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það. 


Óformleg skoðannakönnunn

Hef sett upp mína eiginn skoðnnakönnunn varðandi Icesave samninga,

nú er ekki Gallup að spyrja með sína hundrað spurninga áður en kemur að aðal spurningunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband