Færsluflokkur: Fjölmiðlar
3.1.2011 | 19:14
Enn og aftur um fjármögnunarfyrirtækin
Ég mátti til með að skrifa hér nokkur orð um endurreiknuðu lánin .
Mér finnst alveg með ólíkindum að fjölmiðlar skuli vera hættir að fjalla um þessi svo ósanngjörnu útreikninga fjármögnunarfyrirtækja á þessum ólöglegu lánum sem þau buðu og þau voga sér að leggja vanskilagjald á sem hefur verið staðið í skilum á ,við skulum muna að það voru fjármögnunarfyrirtækin sem voru brotleg með því að bjóða saklausum lántakendum gengistryggð lán sem svo reyndust vera ólögleg og þau eru látinn óáreitt með það að leggja vanskila gjald á greiðslur sem eru ekki til og flest fólk stóð í skilum svo allt í einu eru reiknuð vanskilagjald á greiðslur sem eru ekki til og komu til vegna þess að fjármögnunarfyrirtækin veittu ólögleg lán og hefðu aldrei komið til ef þau hefðu staðið löglega að málum þegar lánin voru veitt .
Það er með öllu óskiljanlegt að fólk sem fékk ólögleg lán án þeirra vitundar árið 2007 skuli vera skuldlaust við fyrirtækið og hafa eignast bílinn en þau sem fengu þessi ólöglegu lán 2006 skuli en skulda stórar fjárhæðir en samt hafa borgað lengur ,hvernig í ósköpunum fær þetta staðist nema fyrir það að það fólk sem fékk þessi ólöglegu lán 2006 hafa borgað mun lengur og meira í vanskilavexti af því sem búið var að borga og átti alls ekki von á því að þurfa að borga vanskilavexti af engu. Fjármálafyrirtækin virðast ætla að komast upp með þennan þjófnað af grandalausu fólki sem tók á móti ólöglegum lánum sem þessi fyrirtæki vissu að voru ólögleg.
Fólk almennt hefur ekki efni á því að fara í mál og fá úr því skorið hjá dómstólum hvort það sé ólöglegt að leggja vanskilavexti á það sem búið var að borga og því að það var ekki lántakandinn sem veitti eða vissi að hann samþykkti ólöglega gjörninga af hálfu fjármögnunarfyrirtækja. Ég er vel sáttur við vextina sem voru ákveðnir af hálfu dómstóla en er mjög ósáttur við að þurfa að borga vanskilavexti af því sem ég taldi mig vera búin að borga og satt best að segja skil ekki að ekki skuli vera meira um þetta fjallað af fjölmiðlum ,ég skora á fjölmiðla og aðra sem hafa einhvern mátt að taka þessi mál upp því í raun er þetta stórmál .Það er alveg með ólíkindum að fjármögnunarfyrirtækin skuli komast upp með þennan gjörning þegjandi og hljóðalaust .
Enn og aftur vek ég athygli á því að það voru fjármögnunarfyrirtækin sem buðu saklausum lántakendum lán sem svo reyndust vera ólögleg sem svo aftur leiddi til þess að endureikna þurfti upp öll lán og það á ekki að vera hlutur lántakenda að borga vanskilavexti af því sem búið er að borga eða vanskilavexti af því sem átti eftir að borga því það voru þessi fyrirtæki sem veittu þessi lán og ég spyr hvernig átti Jón og Gunna að vita að þau væru að gera eitthvað ólöglegt og það ætti eftir að koma í höfuðið á þeim seinna meir.Þetta er sanngirnismál ég er ekki að fara fram á fella niður vexti sem ákveðnir voru af hæstarétti heldur finnst mér að ég eigi ekki að þurfa borga vanskilavexti ,í því liggur ósanngirnin og tel ég fjármögnunarfyrirtækin vera að stela af saklausum borgurum .nóg var nú fyrir .
Um bloggið
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Make Money Online blog síða hvernig menn græða peninga á netinu
- Go Green Lýsing á vöru sem á að spara eldsneyti
- Netvinnu yfirlit Mögulegur árlegur 6 tölu hagnaður á netinu
- Niche Profit Classroom Kennsla á uppsetningu á vef ásamt möguleika að vinna heima
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1870
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar