Færsluflokkur: Bloggar

Þú ert að drekka vatn á rangan hátt

VatnsdrykkaHvað veistu um marga sem segja að þeir vilja ekki drekka vatn áður en þeir fara að sofa vegna þess að þeir vilja ekki vakna á nóttunni til að pissa?

 

Jafnvel fuglarnir vita að þú þarft að drekka milli einn og tvo lítra af vatni á dag. Hefur þú íhugað á hvaða tímum þú átt að drekka vatn til að gefa líkama þínum hámarks árangur?

Þó að fólk velti þessum hlutum ekki fyrir sér er tímin sem þú drekkur vatn mjög mikilvægur.

 

 

 

Læknar segja: ekki forðast að drekka tvö glös af vatni áður en þú ferð að sofa. Þyngdaraflið heldur vatni í neðri hluta líkamans þegar þú ert í uppréttri stöðu (þroti í fótleggjum).

 

 

Þegar þú leggst til hvíldar þá eru nýrun í lægri líkamsstöðu og þá er það auðveldara fyrir nýrun að fjarlægja vatn.

 

 

Einnig, ef þú drekkur vatn á tilteknum tíma, þá eykst skilvirkni vatnsins í líkamanum: tvö glös af vatni eftir að þú vaknar - hjálpar virkjun á innri líffærum, eitt glas af vatni 30 mínútur fyrir máltíð - hjálpar meltinguni, eitt glas af vatn áður en þú ferð í bað eða sturtu - hjálpar við að lækka blóðþrýsting, eitt til tvö glös af vatni áður en þú ferð að sofa – þá minnka líkurnar á heilablóðfalli eða hjartaáfalli.

 

 

 

Það er áhugavert að bæta við að vatn getur komið í veg sinadrætti sem eiga sér stað á nóttunni. Sérstaklega þurfa vöðvar í fótunum vatn, vatnskortur getur leitt til pirrings í fótum og vakið þig upp.

 

Þýtt úr grein sem birtist í Healthy and Natural life.

 


Flugstöð FLE

Komið þið sæl

Það sem ég ætla að fjalla um á þessum slóðum núna er aðkoma að Leifastöð

Ég skrifaði um það fyrir einu ári síðan ,en ekkert hefur gerst í þeim efnum ,heldur versnað ef eitthvað er .

Hvernig má það vera að meðan er verið að stækka flugstöðina og fleiri farþegar að koma til landsins ,þá er aðkoman til að taka á móti farþegum ekkert lagfærð ,

Það myndast þvílíkt kraðak þegar margir eru að sækja farþega hvort sem það eru einkabílar eða rútur og taxar að það nær engu tali .

Það þarf ekki mikið að gera til að breyta þessu en ekkert virðist mega gera vegna þess að arkitektinn vill ekki breyta neinu því það skaðar ásýnd stöðvarinnar ,þvílíkt rugl ef það er satt .

Það sem þarf að gera er að breikka aðreinar svo að stórir bílar séu ekki að keyra út á túni ,laga beygjur þannig að stórir bílar keyri ekki út á túni , þarf að gera rútustæði fyrir framan komu þannig að stæðin liggi skáhalt á móti komu ,hvort sem bakkað yrði úr stæði eða keyrt áfram og beygt til vinstri úr stæði ,til þess arna þyrfti að taka þessar grjóthrúgur
Sem í rauninni taka bara pláss og þrengja að stæðum sem næst liggja stöðinni .
Þetta er í raun einföld aðgerð sem ekki tekur langann tíma en myndi fjölga rútustæðum um verulegan fjölda með meiri þægindi fyrir farþegann sem kemur til landsins .

Fyrst ég er að tala um flugstöðina má ég til með að minnast á þrif in í flugstöðinni sem mér finnst til mikillar skammar ,það er hægt að hafa þrifalegt þó að framkvæmdir standi yfir .



Þjórsárvirkjannir

Nú á að fara að virkja neðri hluta þjórsár ,ég held að Landsvirkjunn og þingmenn verði aðeins að staldra við ,er Landsvirkjunn orðinn ríki í ríkinu sem framkvæmdavaldið hefur ekki stjórn á .
Ég hélt að Ríkið ætti 100 % hlut í þessu fyrirtæki .
Meginn rök fyrir virkjunn á þessu svæði er stutt í allar rafmagnslínur sem er ekki góð röksemdarfærsla
því hvað fer mikið af grónnu landi undir vatn .
Líta þarf betur á virkjannir með gufuafli áður en ráðist er í fleirri Vatnsaflvirkjannir .
Allavega langar mig ekki til að sjá einhver lón til hægri og vinstri þegar ég er að keyra um á suðurlandi
stíflur hér og þar. Urriðafoss horfinn og fleirri náttúruperlur komnar undir vatn .
Nei nú er nóg komið.
Fólk ætti að láta heyra í sér um þessi mál ,því ætlum við að láta drekkja okkur í virkjunum um allt land eða ætlum við að spyrna við fótum og láta þessa menn ekki komast upp með hvað sem er .



Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1870

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband