Reykjanesbraut

Ég keyri mikið Reykjanesbraut og hef tekið eftir því síðastliðinn mánuð að eitthvað er að hjá þeim verktaka sem sér um að tvöfalda Reykjanesbraut .Heyrst hefur að það fyrirtæki sem sér um þær framkvæmdir sé í raun gjaldþrota. ég spyr hvað ætlar vegagerðin að gera í þeim málum ?Síðast liðinn mánuð hefur lítið gerst við brautina í framkvæmdum og held ég að útséð um að verklok verði í júní 2008 eins og stendur á skildi við brautina .

Hvernig má það vera að verktaki verði gjaldþrota  í miðju verki ?

Er ekkert athugað þegar verk er boðið út hvort viðkomandi hefur fjármagn til að standa við verksamning ?

Hver er það sem fylgist með verktaka meðan á framkvæmdum stendur ?

Ég verð nú að segja það að mikið er maður orðinn þreyttur á að keyra þarna um, eilífar þrengingar,illa upplýst svæði,illa merkt svæði þar sem framkvæmdir eru .

Vonandi finnast sem fyrst aðrir aðilar til að taka verkið að sér og klára dæmið . 

 

 

 


Það eru takmörk fyrir því hvernig menn svara gagnrýni og kvörtunum .


En ætla ég að skrifa um Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þessa endalausu tilfæringar og lagfæringar sem virðast engan enda ætla að taka með tilheyrandi hávaða og rykmengun sem er að æra þá sem starfa við hliðina á þessum óskapnaði og ef kvartað er þá kemur það svar að viðkomandi komi þetta bara ekkert við .Þó að hann eða hún eru að vinna þarna þar sem mesta rykið er og mesti hávaðinn er ,þar sem hávaðinn er svo mikill á köflum að ekki er hægt að tala saman ,þar sem rykið er svo mikið að ekki hefst undan að þrífa og hvað þá það ryk sem fer ofan í lungun ,en samt er svarað að viðkomandi aðilum komi málið bara ekkert við .Maður hlýtur að spyrja sig hvers vegna svara menn svona, er það vegna þess að þeir vita að ef vinnueftirlitið myndi detta í hug að mæla þarna hávaðamengun eða rykmengun, myndi þurfa að gera eitthvað til að vernda þá sem starfa við viðkomandi svæði og þar með yrði orðið dýrara að breyta eða lagfæra.?
Mér ofbauð hvernig svarað var kvörtun sem barst til yfirmanna Flugstöðvarinnar að ég mátti til að fjalla aðeins um það svona gera menn ekki .

Klúður

Hvernig má það vera að dýr sem eru í útrýmingarhættu og eru heilsuhraustar en fá ekki inni eru sendar í sláturhús vegna þess að ekki finnst húsnæði fyrir það á því svæði sem það er á . Má ég nú benda á að Hólaskóli er nú ekki langt frá Ljótstöðum og hvers vegna var ekki hægt að senda geiturnar þangað sem voru sendar í sláturhús í dag ? Hvers vegna sá skólameistari ekki ástæðu til að bj´pða fram húsnæði þar ? Mér finnst þetta forkastanleg vinnubrögð og af hálfu héraðsdýralæknis ekki vera honum til sóma þegar um er að ræða dýr sem eru í útrýmingarhættu .Ég vona að svona nokkuð komi nú ekki fyrir aftur .

mbl.is Geitahjörð slátrað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi eiginlega ?

Ég hélt að þessi þrjú sveitarfélög ættu í Hitaveitu suðurnesja ,er dollaramerkið orðið allsráðandi hjá mönnum .Ég hélt að málið væri í góðum farvegi hjá hitaveitu suðurnesja hvað varðaði nýtingu jarðvarma á suðurnesjum og til stæði að nýta hann enn frekar til hagsbóta fyrir alla sem byggju á þessu svæði ,en maður hlýtur að spyrja sig hvað er að ?
mbl.is Stofna félag um náttúruauðlindirnar á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki þjóðvegur ?

Ég bara spyr hver er eigandi af ferjunni Herjólfi og hvað er eiginlega málið með að fá greiðslur frá vegagerðinni .Fær útgerðin ekki greiðslur frá þeim notendum sem nota Herjólf .

Hættið þessu bulli og gerið bara það sem þarf að gera til að fólk komist skammlaust á milli lands og eyja og það strax .Þetta er þjóðvegur sem greinilega þarf að laga svo hann geti tekið við allri þeirri umferð sem um hann fer .nóg er nú borgað í vega tolla svo ekkert hangs og lagið þetta . 

 


mbl.is Slitnar upp úr viðræðum um aukaferðir Herjólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

rányrkja sjávararins

Það er opinbert leyndarmál meðal fiskveiðimanna að til að veiða 400 tonn af frystum fiski þarf að veiða 1000 tonn af fiski upp úr sjó .þá hlýtur maður að spyrja hvað varð af þeim 600 tonnum sem eftir eru ?

Það eru sterkar líkur á því að þeim hafi verið fleygt aftur í hafið þá yfirleit dauðum . 'eg veit ekki hversu margir frystitogarar eru í landinu og hlýt því að koma með ágiskanir um hversu mikið hver togari er að henda miklu í sjóinn Ef reiknað er með að um 14 daga sjóferðir er um ræða þá mundi þetta gera 25 túrar á ári og að meðaltali komi þeir með 400 tonn að landi þá eru þeir að veiða 25000 tonn úr hafi en koma einungis með að landi 10.000 tonn .og það sem er hent í sjóinn eru 15000 tonn af fiski þá undirmálsfiski . þetta eru hrikalegar tölur .þetta er einungis ágiskannir um 1 togara hvað þá allan þann fjölda sem er á veiðum .

Svo eru menn að hjakkast í Hafrannsókn um að hafi ekki komið með réttar tölur um stofnstærðir

Hvernig í ósköpunum á hún að geta unnið rétt ef útgerðafyrirtæki bera ekki meiri virðingu fyrir þeim lífsgæðum sem þeim eru réttar upp í hendurnar og stunda hvílíka rányrkju í hafinu

 

Hvað er til ráða .Það þarf að efla landhelgisgæsluna og beita í meira mæli skyndiskoðanir í veiðiskipum og herða viðurlög við brotum all verulega þannig að það komi við menn ef þeir brjóta af sér . 

 Það þarf að fara út í sársaukafullar aðgerðir til að friða fiskistofna við landið og nú er lag efnahagslega séð og á ekki að hika við það .

Einnig þarf að efla rannsóknir við hafið því það er ljóst að miklar breytingar eru að eiga sér stað hvort sem það er af mannavöldum eða nátturulegar ástæður en allavega þarf að vita meira um það og leggja meiri fjármagn í þær rannsóknir . 

 


Sparnaður ?

Það er skrýtið að fá  ekki að setja upp 1 stól til að vinna fyrir sér þó að í íbúðabyggð sé að ræða

ekki þarf þá fólkið sem býr í götunni þá að borga fyrir ferð til að komast í hárklippingu .

Getur verið að hún sé ekki réttu meginn í pólitík ,það að Gunnari lýki ekki við hana ?

 


mbl.is Umsókn um hárgreiðslustól hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

rusl og aftur rusl

'eg var að lesa í vf um að fólk hefði hent rusli hjá mánagrund í Keflavík.

ég átti ekki orð til að lýsa hneykslunn minni ,hvað er fólk að hugsa sem hendir rusli bara sí svona á lóðir annara manna ,ef það þá hugsar yfirleitt ,ég er hræddur um að heyrðist hljóð í horni ef fólk vaknaði einn góðann daginn með heimilissorp eða sófum í garðinum hjá sér .

Frekjan og yfirgangurinn hjá sumu fólki er yfirgengileg hugsar bara um sjálft sig skiftir ekki máli þó nágranninn þurfi að hreinsa upp eftir það fólk .

Af hverju er ekki hægt að henda rusli þegar að kalka er opinn það er nú ekki eins og venjulegt fólk þurfi að borga fyrir að fara með rusl á sorpeiðingarstöðvar ,nei af því það hendar mér ekki þá er ekki hægt að fara með rusl á opnunnartíma .þetta flokka ég undir frekju og tillitleysi gagnvart því fólki sem þó reynir að halda snyrtilegu í kringum sig .

Hvað varðar flokkun sorps ætti fólk að gera meira af. Ég fékk mér tunnu þar sem ég get flokkað rusl og hefur reynst auðvelt að gera það en mætti samt vera duglegri í því ,ég hvet fólk til þess að flokka heimilissorp og fá til þess gerðar tunnur til að henda í .

 

 


hvað er fólk að hugsa ?

Afar merkilegt þykir mér að sjá fylgisaukningu sjálfstæðisflokkinn sem hefur verið þögull sem gröfin síðan að Davíð yfirgaf flokkinn og allt sem miður hefur farið hefur framsóknarflokkurinn þurft að svara fyrir ,'eg held að fólk sé ansi fljót að gleyma .

Hver er staða tannheilsu barna í dag ?,

Hver er staða geðveikra í dag ?,hver er staða aldraða í dag ?,

hvar eru loforðinn um að rafmagn myndi ekki hækka með breytingu á landsvirkjun með stofnun landslínu ?

Hvers vegna eru vextir að hækka og hækka? ,Fyrir hverja eru stjórnarmenn að starfa þá ríku eða fyrir landsmenn alla ?,

ég undrast fylgi sjálfstæðisflokksins ,sá hræðsluáróður að nota sitt atkvæði á vissa flokka sé að henda atkvæðinu er rangt ,þannig virkar lýðræði ekki, ber að ávíta þá menn sem láta slíkt út úr sér sem sýnir örvæntingafulla tilraun til að hafa áhrif á kjósendur með sitt val samkvæmt sinni sannfæringu .


Flugstöð FLE

Komið þið sæl

Það sem ég ætla að fjalla um á þessum slóðum núna er aðkoma að Leifastöð

Ég skrifaði um það fyrir einu ári síðan ,en ekkert hefur gerst í þeim efnum ,heldur versnað ef eitthvað er .

Hvernig má það vera að meðan er verið að stækka flugstöðina og fleiri farþegar að koma til landsins ,þá er aðkoman til að taka á móti farþegum ekkert lagfærð ,

Það myndast þvílíkt kraðak þegar margir eru að sækja farþega hvort sem það eru einkabílar eða rútur og taxar að það nær engu tali .

Það þarf ekki mikið að gera til að breyta þessu en ekkert virðist mega gera vegna þess að arkitektinn vill ekki breyta neinu því það skaðar ásýnd stöðvarinnar ,þvílíkt rugl ef það er satt .

Það sem þarf að gera er að breikka aðreinar svo að stórir bílar séu ekki að keyra út á túni ,laga beygjur þannig að stórir bílar keyri ekki út á túni , þarf að gera rútustæði fyrir framan komu þannig að stæðin liggi skáhalt á móti komu ,hvort sem bakkað yrði úr stæði eða keyrt áfram og beygt til vinstri úr stæði ,til þess arna þyrfti að taka þessar grjóthrúgur
Sem í rauninni taka bara pláss og þrengja að stæðum sem næst liggja stöðinni .
Þetta er í raun einföld aðgerð sem ekki tekur langann tíma en myndi fjölga rútustæðum um verulegan fjölda með meiri þægindi fyrir farþegann sem kemur til landsins .

Fyrst ég er að tala um flugstöðina má ég til með að minnast á þrif in í flugstöðinni sem mér finnst til mikillar skammar ,það er hægt að hafa þrifalegt þó að framkvæmdir standi yfir .



« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband