Hvíldartími bílstjóra og álögur

Ég er ósammála að hvíldarákvæði fyrir bílstjóra sé meingallað.

ég skil ekki til hvers verið er að mótmæla því sem atvinnubílstjórar "nóta bene " sem  eru flestir sem eru að mótmæla núna einyrkjar og eru þannig atvinnubílstjórar ,enn sem atvinnubílstjóri sem þiggur laun frá eigenda get ég ekki sætt mig við þessi mótmæli hvað varðar hvíldatímaákvæðið.

Það er rétt að maður má keyra í 4 og hálfan tíma og taka þá 45 mín hvíld en það má líka skipta hvíldinni niður í 20 mín og síðan 30 mín á þessum 4,5 tímum.Ég spyr mig eru flutningabílstjórar ekki ennþá komnir með hjálp í að lesta bílanna ,eru ekki starfsmenn sem vinna á flutningamiðstöðvunum ,ja ég bara spyr . Og að miða okkur við útlönd er út í hött þar sem allar fjarlægðir eru langtum stærri en hér eru og þar fara menn jú út í útskot þegar 4,5 kl er liðinn og stöðva,það er ekkert elsku mamma með það ,það gerist líka með fólkflutningabíla svo menn skulu ekki tala um eitthvað sérstakt fyrirbæri hér á landi og að allt sé svo strangt hér .

Það er ekkert betra annars staðar .

Það að tala um að það vanti 1/2 klst eða 1 klst upp á að menn nái á áfangastað er út í hött ,hvar endar það kemur næst 2 klst og síðan meira ,menn hafa 13 klst sem þeir geta notað og þar af 10 klst í keyrslu ,fyrir mitt leiti finnst mér meira en nóg að keyra 10 klst á 24 klst. Menn þurfa jú að næra sig ,sofa og annast sig.Þetta er spurning um umferðaröryggi,það var nauðsynlegt að setja þessar reglur á út af því að menn keyrðu gegndarlaust án þess að virða landslög á sínum tíma og var það jú bara 8 tíma hvíld  og stofnuðu sjálfum sér ,en þó aðallega öðrum í hættu .

'eg var mjög ánægður með þessi lög á sínum tíma ,þá sem varaformaður Bfs.Sleipnis  

Aftur á móti styð ég bílstjóranna í mótmælum gegn of háu verði á eldsneyti ,það mætti hugsanlega lækka eða afnema þungaskatt af ökutækjum ,og nóg er af álögum sem hugsanlega mætti lækka .

ég er td ekki mjög ánægður með að sjá risastóra traktora með risastórar kerrur sem taka sama magn og venjulegir vörubílar en traktorar keyra um á lituðu olíu,reyndar mætti tala um vinnuvélar sem keyra um á hraðbrautum og valda ómældri hættu og seinkunn á umferð,svona tæki eiga ekki að sjást á hraðbrautum tja ef hraðbrautir eiga að kalla hér á landi .

Þetta eru allt reglur sem þarf að skoða og endurbæta ,enn það sem liggur á er að lækka með einhverju móti eldsneytisverð og aðrar álögur sem eru á einyrkja og önnur fyrirtæki sem reka bílaútgerðir. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur og til hamingju með daginn.

Þetta kemur sem betur fer fyrir flesta að ná þessum áfanga.

Því ver og miður komst ég ekki í kaffið ég var í Stykkishólmi.

Ég held að þú hafi verið á besta aldri þegar þú varst í Eyjum og ég vona að þú sért á besta aldri enn.

Afmæliskveðjur af Kársnesbrautinni.

Hermann Jóhannesson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 1714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband