Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.1.2010 | 12:10
Undirskriftarlisti
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook
3.1.2010 | 01:09
Framtíð Íslands
24.12.2009 | 12:57
Gleðileg Jól
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2009 | 21:43
Hvað er í gangi?
Við í vinnunni vorum einmitt að tala um það að alþingi verður að fara
að hætta þessum sandkassaleik og fara að afgreiða Icesavemálið á hvorn
veg sem það fer svo við getum farið að snúa okkur að því að fara að
byggja upp og hreinsa til þar sem það þarf ,það er með öllu ólíðandi
þegar heimilin brenna og margur maðurinn hefur vart til hnífs eða
skeiðar skuli menn enn vera að ræða mál sem við héldum að væri
útrætt,margir eru orðnir reiðir yfir slugsaháttinum á þingmönnum sama
hvar þeir standa og ég er það allavega ,Takið ykkur saman í andlitinu
og farið að afgreiða þetta mál þannig að hægt sé að fara að snúa sér að
öðrum málum ,það er alveg ljóst að ekkert mun gerast hér á landi fyrr
en ICESAVE MÁLIÐ ER KLÁRAÐ .Ef við ákveðum að rétta Hollendingum og
Bretum fingurinn þá er að taka á því en ég held að það sé óráð ,ég held
við sitjum uppi með þennan samning og verðum bara að gera okkar besta á
þeim 7 árum sem við höfum til stefnu.
Afgreiðsla Icesave enn óljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2009 | 12:09
Óhráð Hannesar
Hannes Hólmsteinn skrifar :
Lítið hefur farið fyrir merkilegri frétt á Eyjunni. Hún er, að Bandaríkin hafa ekki haft sendiherra á Íslandi í nærri því ár. Þetta er auðvitað engin tilviljun. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, móðgaði vísvitandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, dr. Carol van Voorst, skömmu áður en hún fór frá landinu snemma árs 2009. Henni hafði verið tilkynnt skriflega, að hún fengi fálkaorðuna, eins og oft gerist, þegar sendiherrar kveðja. Á leiðinni til Bessastaða, þar sem hún átti að taka við orðunni, var hringt í hana og henni sagt, að ekkert yrði af orðuveitingunni. Um misskilning hefði verið að ræða. Auðvitað hafði Ólafur Ragnar skipulagt þetta. Hann var að hefna sín á sendiherranum fyrir það, að hún kom því ekki í kring, að hann yrði viðstaddur embættistöku Obama Bandaríkjaforseta, eins og hann sóttist eftir. Þetta voru fádæmi og furðulegt, að orðunefnd eða forsætisráðherra, sem ber að lögum ábyrgð á gerðum forseta, skuli ekki hafa látið þetta til sín taka. Okkur ríður á miklu að hafa góð samskipti við Bandaríkin. Þótt þessi forseti kæmi fram við fulltrúa gamallar vinaþjóðar eins og argasti dóni, var hann kurteisin uppmáluð við þá íslensku skuldakónga, sem ollu bankahruninu, Bónus-menn. Vann hann það jafnvel til sumarið 2004 að synja lögum, sem takmarkað hefðu kost þeirra á að móta almenningsálitið, staðfestingar. Eins og kunnur hagyrðingur orti þá:
Hann vanhæfur kemur að verkinu,
Vigdís plantaði lerkinu
Hvert barn má það sjá,
að Bónus hann á.
Það er mynd af honum í merkinu."
Hvað er að hjá þér Hannes ,ég fæ ekii betur séð en að þarna hafi þú skotið yfir markið hafi einhverntíma verið tilefni til meiðyrðamál þá er það eftir slík skrif .þetta eru orðnar ósmekklegar árásir á Ólaf. Hvað kemur Vigdís inn í málið var hún ómögleg eins og 'olafur ?
26.10.2009 | 22:41
Verkalýðsfélög eiga aldrei að gefa eftir samninga.
Ég hef aldrei skilið hvers vegna Verkalýðsforystan fór fram á það að fresta hækkun á launum 1.Mars
og nota bene hún átti frumkvæðið að því. Það voru ekki samtök atvinnulífsins sem fóru fram á það .
Það má aldrei gefa neitt eftir ,til hvers hefur þá verið barist ?
Ég skrifaði athugasemd 16/02 sl um þessi mál.
Það var ljóst í upphafi að þessi svokallaði stöðuleikasáttmáli myndi aldrei halda ,því ástand mála var það slæmt en menn voru ekki í raunveruleikanum.
Þá er betra heima setið en haldið áfram. Það að ætla það að menn fari í einhver verkföll núna er fjarstæða,hvað verður þá um ástandið enn segi ég :ég held að menn geri sér en ekki grein fyrir hversu slæmt ástandið er. Það er ekki gott til þess að vita að enn virðist vera haldinn einhverjum hlífiskildi yfir þeim mönnum sem ullu öllum þessum ósköpum .Þetta eru stórkostlegar fjármálahamfarir sem menn öllu og alltaf er að koma meir og meir í ljós hversu óskammaðir og ósvífnir þessir menn voru og en ekki öll kurl komin til grafar .
Það er ljóst að komi til uppsagna samninga og að verkalýðsforystan boði til verkfalla sem hún reyndar getur ekki gert nema með fegnu samþykki félagsmanna þá þýðir það stríð og þá verður búsáhaldabyltingin hjóm eitt .
Stöðugleikasáttmálinn í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2009 | 12:05
Erlendar skuldir á mannamáli
Ég fór í smá rannsóknarleiðangur á netinu um hvað við skulduðum erlendis og ég verð að segja að þær tölur komu mér á óvart .Í lok síðasta ársfjórðungs voru erlendar eignir 8.389 milljarðar , skuldir námu 14.343 milljörðum hrein staða var því neikvæð um 5.954 milljarða þær jukust um 571 milljörðum á siðasta ársfjórðungi sem kemur til af mestu vegna skammtímaskulda í vanskilum.
En það má bæta við að inn í þessum tölum eru skuldir bankana 3. sem eru í greiðslustöðvun ef þær skuldir og eignir eru dregnar frá nemur skuldastaðan 606 milljarðar króna sem mér finnst vera verulega há tala .þá sýnist mér af þessu að skuldir vegna bankana 3 nemi 5.348 milljarða Takið eftir ekki verið að tala um 1000-2000 milljarða sem bankarnir gömlu skulda heldur 5.348 milljarða .
Svo er verið að karpa um Icesave og ekkert annað kemst að ,sem mun á endanum enda í 3-500 milljarðar sem er nú bara dropi í hafið miðaða við annað .
Ég hlít að velta því fyrir mér hvort við höfum efni á því að vera að taka meiri lán? Hvort við þurfum þess? þurfa ekki allir sem einn að draga úr útgjöldum og reyna að skera niður ónauðsynlega hluti? ,allavega á meðan við erum að koma okkur út úr mesta vandanum .Nú hefur verið afgangur á utanríkisverslun sem hlýtur að nýtast í að borga eitthvað af þessum skuldum en meira þarf til ,við þurfum að reyna að auka tekjur okkar umtalsvert og það þýðir að við þurfum aukna atvinnu .
Við eigum ekki og megum ekki að tefja fyrir atvinnuskapandi tækifærum hvort sem okkur er illa við viðkomandi tækifæri eða ekki við þurfum á öllu að halda ,tækni er að aukast við nýtingu á útblæstri verksmiðja eða útblæstri varmaorkuvera þá í framleiðslu á orku á bíla eða skipaflota okkar með hreinni orkuafurð sparnaði í innfluttri orku.
Við eigum að reyna að framleiða eins mikil matvæli hér á landi eins og við getum Ég held við höfum alla burði til þess ,í gróðurhúsum t.d. grænmeti eins og við höfum gert en athuga þarf fyrir þann iðnað með orkureikninginn ég held að við eigum að geta ræktað ávexti hér utandyra ,við ættum að geta aukið kornframleiðslu hér með bættri afbrigðum af hvers kyns korni, og svona mætti lengi telja .
Möguleikarnir eru miklir það þarf þor ,dug og kjark til að framkvæma .
Eitt er vert að minnast á að lokin er krafa fólksins á síðast liðnum vetri um nýtt Ísland þ.e. nýja stjórnaskrá og breyttra stjórnarhætti,það hefur synt sig nú undanfarnar vikur að fjórflokkakerfið gengur ekki upp ,óeiningin er óviðunandi það kemur út gagnvart fólki eins og hver sé að passa sitt og almenningur megi bara bíða ,þó að fólk sé að fá í hendurnar stefnu um uppboð og missa eignir sínar .
Fólk vill stjórnkerfisbreytingar gera alla stjórnsýslu einfaldari,opnari leifa fólki að hafa meira um sín mál og framtíð að segja .
Núverandi stjórnvöld lofuðu opinni og gegnsæi á sinni stjórn ásamt breytingu á stjórnaskrá sérstaklega hvað varðar kosningalöggjöf og sérstöku stjórnlagaþingi..
9.10.2009 | 23:16
Hvað gengur Framsóknarmönnum til?
Hvaða bull er þetta hjá framsóknarmönnunum sem fóru til Noregs að spjalla við norðmenn um lán og koma einbeittir á svip og segja að norðmenn vilji lána okkur 2000 milljarða ,ekki var þetta til að bæta ásýnd framsóknarmanna .
Hærra lán ekki í boði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2009 | 21:29
Minnir ártalið 1262 á eitthvað?
Það er margt sem minnir mig á ártalið 1262 í sambandi við það sem er að gerast á Íslandi í dag .
Sturlungaöld þar sem menn börðust á banaspjótum,svikum og prettum til að fá að stjórna en í raun stjórnuðu engir og allt þetta brölt lenti á saklausum borgurum og endaði eins og við vitum, misstum sjálfstæði okkar og fengum það ekki aftur fyrr en 682 árum seinna þá ein af fátækari þjóðum Evrópu,en gátum unnið okkur upp í að verða ein af ríkari þjóðum heims og erum nú á leið með að glutra því öllu niður aftur ,eins er með sjálfstæði okkar ,og erum eins og staðan er í dag búin að missa það að hluta til, til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Menn berjast á banaspjótum um það hvernig er best að bjarga fjármálaumhverfinu á kostnað almennings ,Almenningur skal sko ekkert fá afslátt á því sem það í raun aldrei bjó til ,þeir ríku skulu sko ekkert missa af neinu þeir skulu sko fá borgað af því sem þeir í raun fengu gefins af almenningi og jafnvel þeir borguðu ekki fyrir það sem þeir keyptu .eignuðust síðan kunningja hóp sem saman léku sér í sápukúluleik og kepptust við að búa til sem stærstu sápukúluna með því að blanda saman alskins sápum og efnum ,en svo einn góðan veðurdag fengust ekki fleiri efni til að búa til blönduna og allar sápukúlurnar sprungu .
Þá horfa menn til útlanda eins og forðum daga til að bjarga málum .
Ég spyr eins og fávís maður ætla menn ekki að læra af reynslunni ,verðum við ekki að taka til hjá sjálfum okkur og verðum við ekki að róa bátnum sjálfir þó að það taki lengri tíma.
Vilja menn sækja eitthvað til okkar þá versúgúð notið dómsstóla til þess eru þeir ,ég er ekki að tala um að borga ekki en við borgum aðeins það sem okkur ber að borga .
Ég vil ekki missa sjálfstæði okkar út af einhveri innri baráttu um stjórnun eða hver eigi að ráða,
refsa verður þeim mönnum sem frömdu slík landráð að hætta er á að við missum forræði yfir okkar eigin málum og erum búnir að hluta til í dag,
Hvað höfum við að gera við einhvern bjargráðasjóð sem sinnir ekki því hlutverki sínu að hjálpa til við að rétta úr kútnum heldur ganga erinda stórra þjóða sem mega muna sinn fífil fegri.
Við höfum áður gengið í gegnum svartnætti og höfum spjarað okkur ,Árið 1973 kom hér skelfilegur atburður fyrir á einum af okkar stærsta útgerðarplássi ,þegar rúmlega 5000 manns þurftu að yfirgefa sína heimabyggð á einu vetfangi ,þá stóðum við öll saman um að byggja upp víðsvegar um land hús og þar var grunnurinn lagður að viðlagasjóði ásamt því sem við fengum hjálp frá nágrannalöndum .Ég er að benda á samstöðuna þegar hún er fyrir hendi er fátt sem getur brotið okkur niður og það er það sem við þurfum nú.
Stjórnvöld eru ekki í því að byggja upp samstöðu meðal þjóðarinnar ,þar vantar mikið upp á ,mætti nefna margt en minnist hér eingöngu á slóðahátt á að taka til hendinni gagnvart þeim aðilum sem hlut áttu að máli við hrunið.
Ég er hræddur við að sama sagan endurtaki sig eins og gerði 1262 ef ekki menn fara að taka til hendinni ,hætta þessu spjótkasti sín á milli og að menn gangi saman með sverð að vopni heldur slíðri sverðin taki höndum saman og berjast við sameiginlegan óvin sem eru fjárhagsvandræði fjölskyldna og fyrirtækja , ef að fyrirtækin komast í gang og atvinnulífið fer að snúast á meiri og meiri hraða fer árangur að birtast.
Byrjum á að taka til hjá sjálfum okkur með bættri stjórnaskrá þar sem almenningur hefur meira að segja um sín mál ,þar sem gegnsæi verði bundin í stjórnarskrá ,
Með einfaldari og heiðarlegri stjórnarháttum eru meiri líkur á að við munum komast vel af sjó .
Um bloggið
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Make Money Online blog síða hvernig menn græða peninga á netinu
- Go Green Lýsing á vöru sem á að spara eldsneyti
- Netvinnu yfirlit Mögulegur árlegur 6 tölu hagnaður á netinu
- Niche Profit Classroom Kennsla á uppsetningu á vef ásamt möguleika að vinna heima
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar