Orð skulu standa

Það mátti búast við að allt færi í bál og brand og Birni Bjarnasyni yrði að ósk sinni um að beita þyrfti svona ráðum á þessa óeirðaseggi til þess að sanna það að nauðsynlegt væri að hafa svokallað varalið.Það er enginn skömm að því að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum að maður er ekki fullkominn og viti hvað er best fyrir þjóð og land.

En hvað sem má segja um framferði báða aðila í dag er rétt að líta á um hvað málið snýst frá mínum bæjardyrum séð.

1.Það er olíuverðið ,vilja að ríkið lækki sínar álögur á það.

Minnast skulum við þess þegar km gjaldið var tekið af og sett inn í olíuverðið þá var sagt að olíuverð myndi alltaf verða lægra en bensínverð ,nú í dag er olíuverð 12 krónum hærra en bensín ,hvernig má það vera að svo er komið þrátt fyrir það sem sagt var ?

2. Ég hélt að km gjald yrði fellt niður þegar skatturinn yrði færður í olíuverð en hví eru 14 kr eftir ?

3. Hvíldartímaákvæðið þ.e. að rýmka hvíldartímaákvæðið fyrir bíla sem keyra lengra en 400 km .

Einnig má benda á það að þessir eigendur bíla fá virðisaukann endurgreiddan það er nokkuð sem hin almenni borgari fær ekki. Sem ekki hefur komið fram.

En að svo sögðu hefur hvíldartímaákvæðinu verið komið til Brussel til skoðunar og er verið að vinna á þeim vetfangi

Hvað varðar olíugjaldið eiga náttúrulega stjórnmálamenn að sjá sóma sinn í því að standa við gefinn loforð um að olíuverð yrði aldrei hærri en bensínverð.

Orð skulu standa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur

Ef það er krafan, að ólía sé ódýrari en bensín að þá ættu þeir að segja það skýrt. Ég held að það sé alveg möguleiki á að gera tilfæringar á milli olíu og bensíns, enda væri það þá hagrænn hvati fyrir fólk að fá sér díselbíl sem eyðir minna.

Það er hins vegar ljóst að margir yrðu fúlir því meirihlutinn keyrir í dag á bensínbílum.

Af hverju á að rýmka hvíldarákvæði fyrir þá sem keyra lengra en 400 km. Þurfa þeir ekki einmitt frekar hvíld en þeir sem keyra styttra? 

Ingólfur, 25.4.2008 kl. 01:27

2 identicon

Að mér vitandi hefur ríkið ekki breytt álögum sínum á díselolíuna síðustu misserin, heldur hefur hún hækkað upp fyrir bensínið af öðrum ástæðum, þ.e. vegna þess að olíufélögin leggja orðið meira á hana. Mér finnst óeðlilegt að krefjast þess að ríkið lækki sínar álögur ef það eru fyrirtækin sem eru að hirða þetta.

 En endilega leiðréttið mig ef raunin er sú að ríkið hafi síðustu misserin verið að hækka sínar álögur.

Móreiður (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 08:23

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Ég sagði frá mínum bæjardyrum séð væri krafan sú að ollíuverð yrði lægra og bendi á það að þegar km gjaldið var tekið af og sett inn í verð díselolíunar sögðu ráðamenn að díselolían yrði alltaf lægri .

Ef svo aftur á mótolíufélöginn eru að auka sína álagningu á díselolíu þurfa þeir að svara fyrir það og þyrftu þa´stjórnvöld að koma þar við sögu t.d með rannsókn á hvernig verðið myndast , til að standa við það sem sagt var .

Það var nefninlega hugmyndinn með því að hafa díselverðið lægra að það yrði hvati til þess að fólk keypti frekar díselbíla ,en það er nú fyrir bí.

Hugmyndinn með að rýmka heimildir fyrir þá sem keyra 400 km eða lengur var til þess gerður t,d að þeir næðu til Egilstaða frá Reykjavík þar sem einungis vantar upp á ca.30 min. Þ.e.2. í viku mættu menn keyra allt upp í 11 klst. 

mættu semsagt vinna allt upp undir 14 klst ,enn yrðu að taka 11 klst hvíld á eftir . 

það er nú krafa frá öllum að menn standi við það sem sagt er sama hver á í hlut . 

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 25.4.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband