15.1.2013 | 21:55
10 gildi sem VG hefur svikið .
Fyrir síðustu kosningar gekk ég í VG og studdi hann fyrir þau gildi sem hann boðaði þá .
1. VG hafnaði aðild að ESB,en hans fyrsta verk var að sækja um aðild ,svik við gildi VG
2. VG áformar ekki að auka almennar skattaálögur frá því sem verið hefur á undanförnum árum. Hins vegar er nauðsynlegt að endurskoða dreifingu skattbyrðarinnar. Endurskoða þarf hvernig sameiginlegum fjármunum þjóðarinnar er ráðstafað. VG vill sýna ráðdeild og forgangsraða í þágu velferðar fyrir alla.
Svik við gildi VG
3. VG setur í forgang að ...
... fella niður komugöld á heilsugæslustöðvar
... endurskoða alla gjaldtöku í heilbrigðisþjónustu með það fyrir augum að draga úr henni og aflétta með öllu gjaldtöku af tekjulitlu fólki
... öll börn og unglingar til 20 ára aldurs fái ókeypis tannvernd og almennar tannviðgerðir
... almennar tannviðgerðir og tannhreinsun aldraðra og öryrkja verði viðurkenndur hluti heilbrigðisþjónustunnar
Svik við gildi VG
4. VG setur í forgang að...
... tryggja landsbyggðinni gott aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu ýmist í heimabyggð eða með sjúkrahótelum og þátttöku í ferðakostnaði til þéttbýlisstaða
Svik við gildi VG
5. VG setur í forgang að...
... grunnlífeyrir verði hækkaður
... komið verði á afkomutryggingu
... tryggja að öryrkjar haldi óskertum réttindum þegar þeir verða aldraðir
... taka upp frítekjumark að lágmarki 900.000 á ári áður en kemur að skerðingu vegna atvinnutekna
... kjör öryrkja sem engan rétt hafa í lífeyrissjóðum verði bætt
... fólk geti unnið hlutastarf eða tímabundna vinnu án þess að bætur skerðist og stuðlað að sveigjanlegum starfslokum. Stefnt verði að því að atvinnutekjur eftir 70 ára aldur komi ekki til skerðingar á greiðslum almannatrygginga
... skattleysismörk verði hækkuð í áföngum. Í fyrsta áfanga verði skattleysismörk lágtekjufólks hækkuð sérstaklega.
Hefur eitthvað af þessu komið til framkvæmda?
6. Binda á enda á hersetu í landinu og hverfa úr NATO. Útgjöldum íslenska ríkisins vegna Varnarmáladeildar utanríkisráðuneytisins og þátttöku í NATO er betur varið til annarra þarfa samfélagsins. Um leið á Ísland að taka virkari þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna og Norðurlandaráði. Þar ber Íslendingum að leggja áherslu á baráttu fyrir félagslegu réttlæti, mannréttindum og lýðræði. Ekki á að leyfa heræfingar í landinu eða innan lögsögu þess.
Hvað af þessu hefur ræst annað en að herinn er farinn og ekki var þaða að þakka VG.
Svikin VG gildi.
7. 1.000 störf í greinum sem dregist hafa saman undanfarin ár
Hvernig? Með því að tækifærin sem felast í lækkandi vöxtum og hagstæðara
gengi séu nýtt til að endurreisa fyrirtæki í skipaiðnaði, úrvinnsluiðnaði,
umhverfistækni, ullar- og skinnaiðnaði, húsgagnaframleiðslu, vatnsútflutningi,
minjagripagerð og nýtingu og vinnslu náttúruefna.
Hvað af þessu hefur ræst?
Svikin VG gildi
8. 500 störf í byggingariðnaði á landsbyggðinni
Hvernig? Með byggingarframkvæmdum, jafnvel nýbyggingum, á landsbyggðinni
í tengslum við að atvinnustarfsemi færist í auknum mæli út á
landsbyggðina aftur.
Hvað af þessu hefur ræst?
9. 2.000 ný heilsársstörf hjá hinu opinbera
Hvernig? Með því að færa fjárveitingar ríkisins í sem mannaflafrekastar
framkvæmdir, svo sem viðhaldsframkvæmdir, endurbætur á vegum og
eflingu velferðar- og skólakerfisins. Með því að gera sveitarfélögum kleift
að fjölga störfum með því að verja fé í sérstakan atvinnueflingarsjóð
sveitarfélaga. Einnig með því að jafna vinnunni og bæta þannig við eða
halda fleirum í starfi, þ.m.t. hlutastarfi, í stað yfirvinnu, aukavakta eða lengri
vinnutíma færri starfsmanna.
Hefur eitthvað af þessu gengið eftir?
10. 500 störf með endurskipulagningu í heilbrigðiskerfinu
og vegna fjölgunar aldraðra
Hvernig? Með aukinni áherslu á mannaflafreka starfsemi í heilbrigðiskerfinu,
s.s. heimaþjónustu, vinnu við rafræna sjúkraskrá, nýsköpun, viðhaldsframkvæmdum
o.fl., sbr. tillögur heilbrigðisráðuneytisins frá 4. mars síðastliðinn.
Einnig með fyrirsjáanlegri fjölgun í hópi aldraðra á dvalarheimilum
og heilbrigðisstofnunum.
Hvar eru þessi störf í niðurskurðinum?
Her er aðeins drepið á 10 atriði sem varð þess valdandi að ég sagði mig frá þessum flokki sem hafði
Sterk og góð gildi til að framkvæma ,en þegar flokkurinn hafði aðstöðu til fórnaði hann gjörsamlega flestum sínum gildum til að komast í stjórn og ríghalda í þau.
Þannig flokk get ég ekki stutt .
Benda má líka á að stjórn sjálfstæðisflokksins virðist ekki getað framkvæmt vilja sinna félagsmanna ,samt fær hann góða útkomu í prófkjörum ,er blindan orðin slík hjá almenningi að hún ætli að láta nokkra menn komast upp með að lúta vilja fólksins og samþykktum félagsmanna flokksins ,hver sem flokkurinn er nú.
Er ekki kominn tími til að spyrja sig er endilega flokkskerfið rétti vettvangurinn til að kjósa um til þess að stjórna þessu landi fyrir okkur .Hvað með einmenningskjördæmi eða persónukjör? Við skulum minnast þess að það erum við kjósendur sem höfum æðsta vald í öllum málum ,það erum við sem kjósendur sem höfum það vald að ráða því hverjir það eru sem stjórna fyrir okkar hönd. Það er eins og einn sagði : Kjósandi á ekki að hræðast stjórnvöld heldur eiga stjórnvöld að hræðast kjósandann,því hann hefur lokaorðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Make Money Online blog síða hvernig menn græða peninga á netinu
- Go Green Lýsing á vöru sem á að spara eldsneyti
- Netvinnu yfirlit Mögulegur árlegur 6 tölu hagnaður á netinu
- Niche Profit Classroom Kennsla á uppsetningu á vef ásamt möguleika að vinna heima
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1870
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Já þetta er fróðleg upptalning hjá þér, en þyngri en tárum tekur.
Sömuleiðis studdi ég líka VG í síðustu kosningum með ráðum og dáð, aðalega vegna staðfastrar ESB andstöðu flokksins, en einnig fannst mér tími til að fá þá að stjórnborðinu.
Sjálfur hvatti ég annað fólk til þess að styðja VG vegna ESB staðfastrar ESB andstöðu og það gerðu margir vinir mínir.
En nú er hún Snorra búð stekkur.
ESB málið eru stærstu kosningasvikin og þeir hafa ekkert reynt eða gert til þess að leiðrétta þau mistök sín. Alls ekkert nema einhverja sýndarmennsku og eilífa biðleiki.
Verst er að nú virðist formaðurinn búinn að hrekja svo marga burt úr flokknum að hann er á góðri leið með Stalínísku flokksræði sínu að gera flokkinn að þeirri "gungu og druslu" sem Samfylkingin getur áfram notað til óhæfu verka sinna !
Ég óska þeim norður og niður í næstu kosningum.
Vonbrigði mín og margra annarra með stjórnmálin eru gríðarleg.
Gunnlaugur I., 15.1.2013 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.