Eitt skal yfir alla ganga

Tveir menn um tvítugt voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelld fjársvik og skjalafals. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nema svikin minnst 50 milljónum króna.

Tvímenningarnir eru taldir hafa blekkt Fyrirtækjaskrá með því að hafa, með fölsuðum skjölum, tekið yfir hlutafélög og skipt út stjórnum þeirra og prókúruhöfum, og síðan haft af félögunum fé.

 Svona hljóðaði byrjun á  frétt á vísir.is 24.júlí sl.

 Ég spyr hvers vegna eru hinir svokölluðu útrásavíkingar ekki teknir sömu tökum og þessir ungu menn?

Það er augljóst að linkind gagnvart þessum mönnum er með ólíkindum ,Sumir af þessum mönnum sæta rannsókn en er þeim haldið inni eða eru þeir í farbanni ? Nei það virðist ekki mega hrófla við þessum föðurlandssvikurum sem settu þjóðina á hausinn ,einnig mætti líta á þátt lögmanna í þessu dæmi öllu .Því ég hef ekki trú á að þessir menntskælingar sem sviku þjóðina og sviku út peninga í öðrum löndum hafi gert það án þess að lögmenn hafi komið þar nærri .Hvort sem það eru lögmannsstofur eða lögmenn sjálfir .Það sem vekur athygli mína er hvað lögmenn eru duglegir að koma með mótmæli gagnvart Icesave en heyrist lítið í viðskiptalærðum mönnum .

 Ég held að Atli Gíslason sé samkvæmur sjálfum sér eins og svo margir VG menn ,það sem vekur furðu mína er að það heyrist sama og ekki neitt í samfylkingarfólkinu allt sem er gert eða skammast yfir lendir á VG mönnum sem mér finnst þeir vinna vel úr .

 Hvað er að frétta af þessari sannleiksnefnd svokallaðri ? Er hún ekkert að starfa eða hefur komið í ljós að of margir Alþingismenn eru tengdir fyrirtækjum sem hafa valdið hruninu með einum eða öðrum hætti ?

 Þessir svokölluðu útrásavíkingar með græðgi að vopni gengu berserksgang á kostnað þjóðarinnar svo að það er alveg ljóst að það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það. Eitt skal yfir alla ganga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Mikið er ég þér sammála Guðmundur...........ég stal þessu og setti á facebook

Sverrir Einarsson, 27.7.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1933

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband