Flokkurinn eða þjóðinn, það er spurninginn

Þessir háu herrar eru búnir að hafa heimsins tíma til að koma með breytingar á stjórnaskránni en málinn hafa alla tíð tafist í nefnd sem þessir háu herrar settu sérstaklega til að fjalla um stjórnarskránna ,og svo hlaupa allir upp til handa og fóta þegar loksins á að fara að gera eitthvað annað en að tefja málið í nefndu.

Menn hafa rætt málinn í sérstakri nefnd sem sett var upp til þess að ræða stjórnarskrámálið fyrir nokkrum árum og svo eru menn hissa og segja að það eigi að gefa meiri tíma ja heyr á endemum ,mér er nokk sama þó þessir menn vinni aðeins fyrir launum sínum og þó þeir séu nokkra daga lengur á þingi .

Það gerir þá bara ekkert til þó þessir menn hafi stuttan tíma til að undirbúa kosningarnar það er nú líka svo að það er fullt af öðru fólki nú sem ekki situr á Alþingi sem er í framboði og getur lýst fyrir fólki hvaða stefnu það hefur ásamt flokknum sem um ræðir .

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það í gegnum árinn að hann treystir ekki þjóðinni til að taka ákvarðanir fyrir flokkinn því þeir hugsa fyrst um flokkinn svo koma flokksgæðinga þar á eftir kemur svo þjóðin svo það er von að þeir vilji ekki stjórnlagaþing .

Það eru margir alþingismenn fastir í því kerfi sem í grunninn er búinn til á 18 öld það er ekki bara sjálfstæðismenn ,framsóknarmenn eru ekkert þar undanskildir .

Ég vil sjá breytingar í þá átt að Ráðherrar séu ekki jafnframt alþingismenn,að persónukjör fari fram í klefum á kjördag ,svokölluð finnska leiðinn (,við þurfum ekki að finna upp hjólið) ,að lækkaður verði sá þröskuldur fyrir nýtt afl að bjóða sig fram , að það verði gert auðveldara að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um stór mál eða viðkvæm .þeas.þjóðin fái að tjá sig meira um málefni sem snerta grunnþarfir fólks . svo má aftur spyrja hvað eru grunnþarfir ,heilsugæsla,skólamál,umhverfismál .

Ég segi aftur svona í endinn að Alþingismenn eru búnir að hafa heimsins tíma til að undirbúa stjórnarskrárbreytingar og ég spyr hvað hefur sú nefnd sem sett var á laggirnar til þess að fjalla um stjórnarskránna verið að gera  ?

Ég vorkenni þeim ekkert þó þeir þurfi að vinna frameftir og leysa þau mál sem þarf að leysa hvort sem það eru mál varðandi heimili og fyrirtæki eða stjórnarskrámálið.

Og hana nú.

 

 


mbl.is Enn langt í land eftir 36 tíma umræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Gæti ekki verið meira sammála þér.

Sjallarnir hafa haft það til siðs að "óþekkir" flokksmenn hafa verið settir í stjórnarskrárnefnd, því þar gerist ekki neitt.

Sjallarnir hafa verið við völd í 18 ár svo þeir verða voða hræddir ef þeir geta ekki ráðið ferðinni (aðgerðarleysinu) og tala um að "ekkert sé að gerast". Halló  þeir gerðu nánast ekkert fyrir þjóðina í 18 ár bara mokuðu undir flokkinn og flokksgæðingana.........er von að þeim gremjist svo þegar á að gera eitthvað í hvelli, þá þarf allt í einu "meiri tíma"

má ekki "gera þetta eða hitt í flýti"....þeir lifa nefnilega í voninni um að komast til valda eftir kosningar........eða eins og einhver sagði....það er gott að eiga sér draum!!!

Sverrir Einarsson, 5.4.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband