1.Des

'i dag eru 90 ár síðan við fengum efnahagslegt sjálfstæði frá Dönum .

Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig ,erum við að tapa þessu efnahagslega sjálfstæði sem við höfum unnið hörðum höndum við að efla sem svo nokkrir einstaklingar hafa tekið af okkur með græðgi?

'Eg ætla að tala hispurslaust um þessi mál og læt mína skoðun flakka hvort sem hún er röng eða ekki.

Allt frá því að fréttir bárust um það að taka ætti yfir Glitnisbanka hefur maður ekki fengið nógar upplýsingar eða misvitandi sem ekki er nógu gott í upplystu þjóðfélagi .Ráðamenn hafa verið frekar villuráfandi eins og hænsni þar sem refur hefur komið í búr. Einn af öðrum hafa bankar fallið .

Af hverju leið svo langur tími áður enn hjálpar var leitað. Af hverju var ekki fyrr gripið í taumanna þegar vitað var að svona myndi gerast ? Það er ekki nóg Davíð að segjast hafa vitað að þetta myndi gerast og að gera ekkert er alvarlegt mál ég spyr sjálfan mig að því er þetta einn þáttur í því að koma vissum mönnum á kné sama hvað það kostar ,slíkt hefur gerst áður í sögunni ?

Nú er Fullveldi okkar í hættu sem við fengum fyrir 90 árum og mér sýnist ekki mikið vera gert til að viðhalda því í þessum ólgusjó sem við siglum nú í .

hvað er gert fyrir fölskyldur og einstaklinga sem hafa látið banka látið plata sig til að taka lán fyrir hinu og þessu ,auðvitað er hægt að segja að þau eða þeir hefðu átt að vera vakandi en á ekki að treysta þeim starfsmönnum sem vinna við bankamál og ættu að hafa vit á fjármálum .?

Það er ljóst að niðursveiflan á eftir að verða meiri og koma harkalega niður á fjölskyldum ,ég hef áður talað um það að það eigi að fella niður verðtryggingu af lánum til einhverja mánaða ,eða að hækka vaxtabætur til mikilla muna og tengja vaxtabótum launum t.d undir 300.000 kr útborguð laun .

hvað varðar fyrirtæki þarf að fara að gera eitthvað til þess að þau geti starfað áfram ,geri mér samt ekki grein fyrir í hverju það ætti að liggja en fjármagnkostnaður er að sliga mörg fyrirtæki ásamt því sem bágt ástand á krónunni er að fara mjög illa með fyrirtæki sem hafa tekið erlend lán .

Þa'ð sem svíður samt mest er að ekkert heyrist hvort lögsækja eigi Breta fyrir þeirra þátt í þessu öllu saman .

hvort þessir fáu menn sem bíða með peninganna sína einhverstaðar eftir tækifæri til að kaupa aftur fyrirtæki á slikk sem hafa arðrænt þjóðina og hlaupið með peninganna erlendis þegar þeir sáu hvert stefndi ,halda menn virkilega að þessir menn hafi ekki séð hvert stefndi jú það hafa þeir örugglega gert og komið undan eins miklu og þeir hafa getað,slíkt er landráð og ætti að meðhöndla sem slíkt 

Að nokkrir menn geti sett eina þjóð á hausinn er landráð og á að sækja til saka .

Það er ekkert undarlegt að fólk sé reitt og hrætt við framtíðina enn öll él birtir um síðir en samt verð ég að segja það að ég held við höfum ekki gengið rétt skref með því að hefta gjaldeyrisviðskiptinn eins mikið og gert er nú . 'eg held að það muni fæla menn frá því að fjárfesta hér á landi og setja mörg verkefni sem hafa verið undirbúinn hér í uppnám en við sjáum hvað gerist það má alltaf leiðrétta mistök.

Til hamingju með daginn öll sömul og við skulum vera góð við hvort annað og muna að eftir skamma stund fer að birta á ný .

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1691

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband