Óráðsíu orðaleikur

 Heyriði mig var að lesa löginn um veiðigjöld þegar ég kom að 8,9 og 10 gr þá rak mig í rogastans og spurði sjálfan mig hver bjó til þessi ósköp,hver kemur til með að skilja þessi ósköp ,hvers vegna þarf að gera hlutina svo flókna að ekki nokkur maður skilji þá ,getur einhver frætt mig hvað í ósköpunum þetta þýðir:

" 9. gr.

Stofn til útreiknings á sérstöku veiðigjaldi.

Stofn til útreiknings á sérstöku veiðigjaldi er samtala reiknaðrar rentu á hvert þorskígildiskíló, annars vegar í fiskveiðum og hins vegar í fiskvinnslu. Rentu á þorskígildiskíló skal reikna sérstaklega fyrir veiðar og vinnslu botnfisks og fyrir veiðar og vinnslu uppsjávarfisks eins og nánar er kveðið á um í 10. gr. Rentu í veiðum og vinnslu skal jafnað á afla í veiðum og vinnslu á sama tekjuári og skattframtöl sem lögð eru til grundvallar útreikningum Hagstofu Íslands byggjast á. Skal sá afli umreiknaður til þorskígilda fyrir komandi fiskveiðiár samkvæmt ákvæðum laga um stjórn fiskveiða. Reiknaðri rentu í uppsjávarveiðum skal jafnað á þorskígildi afla í uppsjávarveiðum. Reiknaðri rentu í vinnslu uppsjávarafla skal jafnað á þorskígildi þess uppsjávarafla sem unninn var. Stofn til útreiknings á sérstöku veiðigjaldi í uppsjávarveiðum skal vera reiknuð renta á þorskígildi í veiðum á uppsjávarfiski að viðbættri reiknaðri rentu á þorskígildi í vinnslu á uppsjávarfiski. Reiknaðri rentu í botnfiskveiðum skal jafnað á þorskígildi afla í botnfiskveiðum. Reiknaðri rentu í vinnslu botnfisks skal jafnað á þorskígildi heildarafla viðmiðunarársins að frádregnum þeim uppsjávarafla sem fór í vinnslu, sbr. 3. mgr. Stofn til útreiknings sérstaks veiðigjalds á þorskígildi í botnfiskveiðum skal vera reiknuð renta á þorskígildi í veiðum á botnfiski að viðbættri reiknaðri rentu á þorskígildi á vinnslu á botnfiski.

10. gr.

Reiknuð renta.

Renta reiknast sem söluverðmæti afla eða afurða að frádregnum annars vegar rekstrarkostnaði vegna veiða og vinnslu, öðrum en fjármagnskostnaði og afskriftum rekstrarfjármuna, og hins vegar reiknaðri ávöxtun á verðmæti rekstrarfjármuna. Til söluverðmætis afla eða afurða skal telja tekjur af sölu og leigu aflaheimilda. Til rekstrarkostnaðar skal telja niðurfærslu keyptra aflaheimilda í samræmi við ákvæði skattalaga. Söluverðmæti afla og afurða skal byggjast á upplýsingum sem Hagstofa Íslands vinnur árlega úr skattframtölum og aflar frá fyrirtækjum í fiskveiðum og fiskvinnslu, ásamt upplýsingum frá Fiskistofu, að teknu tilliti til breytinga á verðvísitölu sjávarafurða frá meðaltali þess tekjuárs sem framtölin byggjast á til 1. apríl ár hvert fyrir ákvörðun veiðigjaldsins. Rekstrarkostnaður sem kemur til frádráttar, sbr. 1. mgr., skal byggjast á upplýsingum sem Hagstofa Íslands vinnur árlega úr skattframtölum og aflar frá fyrirtækjum í fiskveiðum og fiskvinnslu, ásamt upplýsingum frá Fiskistofu, að teknu tilliti til breytinga á vísitölu neysluverðs frá meðaltali þess tekjuárs sem framtölin byggjast á til 1. apríl ár hvert fyrir ákvörðun veiðigjaldsins. Reiknaða ávöxtun rekstrarfjármuna, að meðtöldum birgðum, skal miða við áætlað verðmæti þeirra í lok tekjuárs, 8% í fiskveiðum, en 10% í fiskvinnslu, sem Hagstofa Íslands vinnur árlega úr skattframtölum og aflar frá fyrirtækjum í fiskveiðum og fiskvinnslu. Verðmæti skipakosts skal miða við vátryggingarverðmæti skipa eins og það er ákveðið af vátryggingafélögum að viðbættum 20% vegna búnaðar og tækja við fiskveiðar. Verðmæti fasteigna og annarra rekstrarfjármuna skal miða við bókfært verð þeirra án afskrifta, að teknu tilliti til breytinga á vísitölu byggingarkostnaðar frá meðaltali tekjuárs skattframtals til 1. apríl næst fyrir ákvörðun veiðigjaldsins."

Hvað finnst mönnum um þetta ? Gat þetta ekki verið svona eins og 7 gr einföld og auðskilinn og sanngjörn.

7. gr.

Almennt veiðigjald.

Almennt veiðigjald skal vera 8 kr. á hvert þorskígildiskíló. Almennt veiðigjald á hvert skip skal þó aldrei vera lægra en 5.000 kr.

Það er von að menn hrópi því menn skilja ekkert hvað er hér á ferð en mig grunar nú samt að þessi 70% séu prósentur af 8 krónunum þó ég sjái það ekki á hreinu.Þó ég hreinlega viti ekkert af hverju þessar 70% eigi að vera .

Það getur ekki verið tilgangur þessa frumvarps að  hirða 70 % af hagnaði hvers útgerðafélags í landinu ég trúi því engan veginn,Þarna er verið að reyna að búa til kerfi sem er svo flókið að jafnvel færust reiknimeisturum lýst ekki á .Þarna þarf að einfalda hlutina til mikilla muna .


mbl.is Yrðu að segja upp áhöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Ju tad er einmitt tad sem tilgangurin 70% af hagnadi einmitt tessvegna munu einirkjarnir fara a hausin i storum stil tvi mydur

Þorsteinn J Þorsteinsson, 19.4.2012 kl. 10:17

2 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Og ætli einhverjir færu ekki ad hropa upp ef ad skatta ætti grodan med 70%

Þorsteinn J Þorsteinsson, 19.4.2012 kl. 10:23

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta er jú akkúrat þannig, almenna veiðigjaldið (sem þú bendir á sem 8 kr) verður hækkað um 100%, ef ég man rétt.

Síðan er rentan reiknuð fyrir afskriftir og skatta sem þýðir að í besta falli halda fyriritækin 30% af hagnaðinum eftir. Það þýðir einnig að verið er að skerða skatttekjur sveitafélaga af þessum sömu fyrirtækjum um 70%.

Þetta frumvarp er það ruglað að Icesave er barnagáta í samanburði við að tyggja þennan frumvarpstexta. Enda hafa ritarar frumvarpsins ágætis reynslu af þeim gjörningi. Puttaförin eftir Þórólf Matt, Indriða & Co. leyna sér ekki.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.4.2012 kl. 11:24

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já ég gleymdi nú einu í þessu, afskriftir fastafjármuna má ekki draga frá stofni til útreiknings veiðigjalds. Þannig að endurnýjun flotans og nýfjárfestingar verða í algeru lágmarki.

Síðast þegar ég gáði þá náði orðið þjóðnýting ágætlega yfir þetta.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.4.2012 kl. 11:27

5 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Adeins a Høfn kostar taaetta rugl æp 700 torkigyldistonn asamt utvsvarstekjum upp a 17 millur,ta geturdu ju sjalfur reiknad ut hvad tetta kemur vel vid sjomennina

Þorsteinn J Þorsteinsson, 19.4.2012 kl. 11:39

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mér sýnist á öllu að þetta frumvarp á best heima út á hafsauga og hvergi annarstaðar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.4.2012 kl. 11:59

7 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það er nú þannig að fyrirtæki sem fengi 3000 þorksígidistonn þyrfti að borga 24 milljónir í veiðigjald sem mér finnst vera sanngjarnt, hvers vegna þarf svo þetta fyrirtæki að borga meira ? fyrir utan að borga skatta og skildur til samfélagsins þetta er fyrir ofan minn skilning.Og enn á ný hvers vegna að gera lögin svona flókin?

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 19.4.2012 kl. 13:36

8 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Ég held að þessi ríkisstjórn ætti að reina að skapa frið á okkar góða landi.

Magnús Gunnarsson, 19.4.2012 kl. 17:52

9 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Guðundur, og góð samntekt hjá þér. Þetta hefur alltaf verið taktíkin að gera einfalda hluti flókna svo sem fæstir hafi hvorki nennu né heila í að setja sig inn í sjávarútvegskerfið. Ef við t.d. tælkjum upp samskonar fyrirkonulag við veiðar og vinnslu og Færeyingar nota mætti henda yfur 90% af öllu reglugerðarfarganinu og kjaftæðinu beint í tætarann. En Sáttanefnd Guðbjarts Hannesssonar sem starfaði í eitt og hálft ár við að endurskoða og koma fram með tillögur án nefndi aldrei Færeyjar á nafn... þetta er fávitaþjjóðfélag sem við búum í því miður.

Atli Hermannsson., 19.4.2012 kl. 20:30

10 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Atli ég er nú kannski Guðundur en rétta nafn er Guðmundur,já við mættum nú margt læra af frændum vorum og nágrönnum í fiskveiðistjórn en við þurfum alltaf að vera að finna upp hjólið upp á nýtt.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 21.4.2012 kl. 16:55

11 Smámynd: Atli Hermannsson.

Fyrirgefðu Guðmundur, þetta gerðist alveg óvart. Við getum svo sannarlega lært af Færeyingum. En hrokinn og sjálfhverfan er svo mikil í okkur að þegar talið berst að "mest og best" í heimi eru Færeyar ekki taldir þess verðir að vera taldir með þó þeir skjóti okkur ref fyrir rass þegar að sjávarútveginum kemur. En ef þú ferð inn á bloggið mitt sérðu að ég hef verið að skrifa nokkrar greinar um sjávarúveginn að undanförnu.

Atli Hermannsson., 21.4.2012 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1670

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband