Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eru Bankastjórar heilagir menn sem ekki er hægt að nálgast

Nú hef ég mikið reynt að skrifa til Bankastjóra Kaupþing banka og yfirmanni útibúa.Ég fékk svar frá aðstoðarmanni forstjóra eins og bankastjórinn er kallaður í dag og geti hún ekki látið mig hafa e-mail addressunna og  skildi ég senda henni efni um fyrirspurn þar sem hún myndi koma þessu áfram til þessara manna ,jú jú ég sendi þetta efni 4 desember sl. og fékk enginn svör ekki einu sinni að þeir hefðu móttekið svo að ég sendi aftur viku seinna enn hef ég ekki fengið svar . Ég talaði um þetta við gamlan og reyndan mann og hann var nú alveg gáttaður og  og taldi að þetta væri frekja og yfirgangur af hendi þessara manna.

Er einhver þarna úti sem gæti hugsanlega vitað hvernig hægt er að komast í beint samband við þessa menn í gegnum e-mail ,því það virðist vera í dag að öll samskipti byggist upp á e-mail samskiptum hjá fyrirtækjum í dag .

 Nú ef það gengur ekki verð ég að hafa samband við þeirra yfirmann en ég satt að segja átta mig ekki alveg á hver það er er það forsætisráðherra eða er það bankamálaráðherra eða er það viðskiptaráðherra .Ég yrði líklega að hafa samband við þá alla .

Það er þó hægt að senda þeim e-mail það eitt veit ég .


Býð fram starfskrafta mína í rannsóknarnefnd um fall bankakerfisins

Ég býð mig fram sem starfsmaður í þessari rannsóknarnefndar ,ég er viss um að ég muni getað starfað þar af heilindum enda engra hagsmuna að gæta fyrir sjálfan mig og tengist á engan hátt inn í klíkur eða bankastarfsemi eða hvaða nöfnum sem má nefna  Þar af leiðandi ætti ég að geta starfað og rannsakað án þess að það sé litið hornaugum í samfélaginu eða með tortryggni.Og ekki þarf ég að taka við stórum upphæðum við að starfa við nefndina, hafa ofan í mig og á fyrir mig og mína og að geta borgað af mínum lánum og skuldbindingum .

 

 


mbl.is Samstaða um rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eiga að taka ákvörðunn um aðildarviðræður ?

Nú eru stjórnmálaflokkarnir allir að tala um aðildarviðræður við ESB, gott og vel en þjóðin á að hafa síðasta orðið um það Kjósum og látum þjóðina segja nei eða já .Hvorki Alþingi eða ríkisstjórn er treystandi til að taka rétta ákvörðun í jafn mikilvægu máli .

Við eigum að kjósa í vor Þessi stjórn hefur ekki umboð til þess að stjórna hún brýtur öll loforð sem hún setti fram á sýnum tíma ,þess vegna á að kjósa aftur i vor til þess að hún veldist ekki í vafa um hvort hún hafi stuðnings fólks eða ekki .


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðinn á heimtingu á réttlæti

Það eru góðar kveðjur sem við fáum á Aðventunni hjá ríkisstjórninni þessa daganna ,samþykkt voru lög um hækkun á ýmsum vöruflokkum sem mun leiða til hækkunar vísitölu um 0,4-0,5 % sem aftur hækkar lán hjá mér og þér ,hvað sem svo þeir herrar segja um það ef að þeir halda það að slíkar hækkanir bitni ekki á vísitölunni þá eru þeir blindir á eigin gjörðir og vita ekki hvað þeir eru að gera .

Ég veit ekki hvað Ingibjörg Sólrún meinar með því að segja að það komi lýtið inn í kassann með því að taka upp hátekjuskatt . Málið snýst ekki um það koma betri tímar og með því að taka upp hátekjuskatt nú er að sýna að þessir menn sem hafa himinháar tekjur borgi meir en sá sem lágar tekjur hefur . Eins vil ég að skoðað verði alvarlega að innan opinbera starfsmanna verði sett hámark launagreiðslna t.d 1 milljón á mánuði.

Nú eru stjórnmálaflokkarnir allir að tala um aðildarviðræður við ESB, gott og vel en þjóðin á að hafa síðasta orðið um það Kjósum og látum þjóðina segja nei eða já .Hvorki Alþingi eða ríkisstjórn er treystandi til að taka rétta ákvörðun í jafn mikilvægu máli .

Við eigum að nota tækifærið til að breyta stjórnarskrá í þá veru að fólkið eigi að hafa meira að segja um sín mál ,einnig mætti jafnvel athuga að breyta kjördæmum í einmenningskjördæmi og að forsætisráðherra væri kosinn beinni kosningu eða forsetinn fengi meiri völd og hefði með að gera að stýra ráðherrum þ.e. að löggjafarvald og framkvæmdarvald væri algerlega aðskilin.

Það hefur sýnt sig að þing var óstarfhæft því meirihlutinn var of önnum kafinn til að vera á þingi og slíkt er ótækt þegar svo alvarlegir hlutir skella á þjóðinni . Það er til skammar að mál skuli vera knúnir í gegnum alþingi án nokkrar umræðu .Þarna er brotalöm sem þarf að lagfæra ..

Ef að satt reynist að meginþorri þingmanna séu skuldum vafðir og eru að leita leiða til að afskrá skuldir þá eru þeir ekki starfi sýnu vaxnir og þarf þá að kjósa upp á nýtt en hvað hæft er í því veit maður ekki en ef enginn þeirra mótmælir þá er nú eitthvað til í þeim ásökunum.

Hvernig er með ríkisstjórnina þorir hún ekki að fara í mál við tjallann Kom skipun frá alþjóðagjaldeyrarsjóðnum um að hætta við allt slíkt eða hvað er í gangi ?

Ég er ekki ánægður með það að við skulum þurfa að borga brúsann fyrir fáeina menn sem eru flestir flúnir land með eitthvað af fé og hvað er gert til að draga þessa menn til ábyrgðar það virðist ekkert vera gert . Það svona lýtur út að allt sé að fara í sama horf hægt og hljótt ,þetta er með öllu ótækt og að við skulum ekki nota tækifærið til þess að gera breytingar á stjórnkerfinu er til vansa .

Við eigum að kjósa í vor Þessi stjórn hefur ekki umboð til þess að stjórna hún brýtur öll loforð sem hún setti fram á sýnum tíma ,þess vegna á að kjósa aftur i vor til þess að hún veldist ekki í vafa um hvort hún hafi stuðnings fólks eða ekki .

Svo er það Davíð hann þverbrýtur allar starfsreglur starfsmanna ríkis með yfirlýsingum sem ekki hæfa ,skilur þú ekki Davíð mælt mál manna eða ertu svona skinhelgur að þú haldir að þú sért ósnertanlegur ,þá þarftu að hugsa þinn gang og útvíka sjónina. Inn í seðlabankann þarf að fá menn sem eru menntaðir til þess arna að sjá um og hugsa um hagfræði þá er ég að tala um æðstu menn bankans ,einnig þarf að hreinsa til í hinum bönkunum líka ,það er ótækt að láta einungis bankastjóranna hætta en yfirmenn þar fyrir neðan starfa áfram eins og ekkert hafi í skorist það er með öllu óeðlilegt .


Vita menn ekki hvað gert er ?

Bíddu bíddu hvað er í gangi

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ekki lána okkur ef við afléttum ekki gjaldeyrishöftunum sem settar voru á með lögum síðastliðinn föstudag ,eru menn ekki klárir hvað þeir voru að samþykkja ,'eg bara spyr til hvers var verið að setja lög ef þarf að taka þau til baka svo við fáum lán frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum ,ja ég er nú að verða ansi ruglaður á þessu öllu saman .

Þá er bara eitt að gera það er að afnema þessi ólög og það sem fyrst .

Hvað er það meira sem gert er sem er í andstöðu við heilbrigða skynsemi ? 

Það er logið að okkur úr öllum áttum eða hálfur sannleikurinn sagður er nema furða að þjóðin skuli vera búinn að fá nóg og mikillar óánægjuraddir heyrist ?


mbl.is Óvarlega talað í upphafi bankakreppunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1.Des

'i dag eru 90 ár síðan við fengum efnahagslegt sjálfstæði frá Dönum .

Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig ,erum við að tapa þessu efnahagslega sjálfstæði sem við höfum unnið hörðum höndum við að efla sem svo nokkrir einstaklingar hafa tekið af okkur með græðgi?

'Eg ætla að tala hispurslaust um þessi mál og læt mína skoðun flakka hvort sem hún er röng eða ekki.

Allt frá því að fréttir bárust um það að taka ætti yfir Glitnisbanka hefur maður ekki fengið nógar upplýsingar eða misvitandi sem ekki er nógu gott í upplystu þjóðfélagi .Ráðamenn hafa verið frekar villuráfandi eins og hænsni þar sem refur hefur komið í búr. Einn af öðrum hafa bankar fallið .

Af hverju leið svo langur tími áður enn hjálpar var leitað. Af hverju var ekki fyrr gripið í taumanna þegar vitað var að svona myndi gerast ? Það er ekki nóg Davíð að segjast hafa vitað að þetta myndi gerast og að gera ekkert er alvarlegt mál ég spyr sjálfan mig að því er þetta einn þáttur í því að koma vissum mönnum á kné sama hvað það kostar ,slíkt hefur gerst áður í sögunni ?

Nú er Fullveldi okkar í hættu sem við fengum fyrir 90 árum og mér sýnist ekki mikið vera gert til að viðhalda því í þessum ólgusjó sem við siglum nú í .

hvað er gert fyrir fölskyldur og einstaklinga sem hafa látið banka látið plata sig til að taka lán fyrir hinu og þessu ,auðvitað er hægt að segja að þau eða þeir hefðu átt að vera vakandi en á ekki að treysta þeim starfsmönnum sem vinna við bankamál og ættu að hafa vit á fjármálum .?

Það er ljóst að niðursveiflan á eftir að verða meiri og koma harkalega niður á fjölskyldum ,ég hef áður talað um það að það eigi að fella niður verðtryggingu af lánum til einhverja mánaða ,eða að hækka vaxtabætur til mikilla muna og tengja vaxtabótum launum t.d undir 300.000 kr útborguð laun .

hvað varðar fyrirtæki þarf að fara að gera eitthvað til þess að þau geti starfað áfram ,geri mér samt ekki grein fyrir í hverju það ætti að liggja en fjármagnkostnaður er að sliga mörg fyrirtæki ásamt því sem bágt ástand á krónunni er að fara mjög illa með fyrirtæki sem hafa tekið erlend lán .

Þa'ð sem svíður samt mest er að ekkert heyrist hvort lögsækja eigi Breta fyrir þeirra þátt í þessu öllu saman .

hvort þessir fáu menn sem bíða með peninganna sína einhverstaðar eftir tækifæri til að kaupa aftur fyrirtæki á slikk sem hafa arðrænt þjóðina og hlaupið með peninganna erlendis þegar þeir sáu hvert stefndi ,halda menn virkilega að þessir menn hafi ekki séð hvert stefndi jú það hafa þeir örugglega gert og komið undan eins miklu og þeir hafa getað,slíkt er landráð og ætti að meðhöndla sem slíkt 

Að nokkrir menn geti sett eina þjóð á hausinn er landráð og á að sækja til saka .

Það er ekkert undarlegt að fólk sé reitt og hrætt við framtíðina enn öll él birtir um síðir en samt verð ég að segja það að ég held við höfum ekki gengið rétt skref með því að hefta gjaldeyrisviðskiptinn eins mikið og gert er nú . 'eg held að það muni fæla menn frá því að fjárfesta hér á landi og setja mörg verkefni sem hafa verið undirbúinn hér í uppnám en við sjáum hvað gerist það má alltaf leiðrétta mistök.

Til hamingju með daginn öll sömul og við skulum vera góð við hvort annað og muna að eftir skamma stund fer að birta á ný .

 

 

 


Kjósa.is

Er mjög svo hlyntur því að kosið verði sem fyrst ,hvað það er sem veldur því að fjölmiðlar eru ekki móttækilegir fyrir umfjöllum um þetta málefni skil ég ekki ,því fólk hefur sinn rétt á að fara fram á kosningar náist fram viss fjöldi undirskriftar tja við skulum segja rétt rúmlega helmingur kosningarbærra manna fara fram á það .Er þá hægt að líta fram hjá því í lýðræðisríki ?

slóðinn er 

http://kjosa.is
mbl.is Áfallastjórnuninni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kjósa.is

Er mjög svo hlyntur því að kosið verði sem first ,hvað það er sem veldur því að fjölmiðlar eru ekki móttækilegir fyrir umfjöllum um þetta málefni skil ég ekki ,því fólk hefur sinn rétt á að fara fram á kosningar náist fram viss fjöldi undirskriftar tja við skulum segja rétt rúmlega helmingur kosningarbærra manna fara fram á það .Er þá hægt að líta fram hjá því í lýðræðisríki ?

slóðinn er 

http://kjosa.is

Icelandair hvað er að gerast ?

Ferðaðist langa leið í gær og fór frá jakarta með KLM þonusta um borð var mjög góð og fengum það sem við báðum um í drykk og matur kom reglulega .þegar ég lenti í London var ég nú ekki að hugsa um það að ég þyrfti að hafa áhyggjur af mat og drykk um borð í Icelandair en hvað gerist allt er breytt og eftir 1 og hálfan tíma í vélinni bið ég um þjónustu eftir 15 mín kemur flugfreyja og segir stutt í að komi að mér að fá eitthvað drekka .sá drykkur kemur eftir 30 min var þá búinn að vera í vélinni í 2 tíma án þess að fá vott né þurt enda ekki von því nú er seldur allur matur um borð og fékk ég fyrir náð að eta eitthvert jólabakka sem var svo sem allt i lagi en jólabakka það var ekki það sem mig langaði í allt annað var búið ,það kláraðist hreinlega það sem var á boðstólum ,allavega dýrasti hluti leiðarinnar frá jakarta ver sem sagt ekki boðlegur og mæli ég ekki með Icelandair .

Það er af og frá hægt að lýða það að Icelandair skuli vera með dýrari fargjöld og um leið að þurfa svo að borga fyrir þann mat og drykk sem maður fær ,ég tala nú ekki um þegar maður er búinn að vera á ferðinni í tæpan sólahring og fá svo bara eitt vantsglas eða hvað sem það nú var ásamt jólabakka sem var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir. Nei það verður bið á því að ég ferðist með Icelandair og vona að fleirri geri það .

 

 


kominn heim eftir gott frí

Jæja þá er maður kominn heim úr fríi frá Indónesiu og hafði það bara vel þar laus við allar áhyggjur eða réttara sagt skildi þær eftir heima ,hafði ekki mikið af internetaðgangi svo að ég notaði síman 2 -3 til að hóa eftir smá fréttum ,Var hissa þegar Guðni hætti hvað þá þegar á undan hafði Bjarni hætt hvað er í gangi þarna hjá Framsókn ,en meira var ég hissa þegar heim kom að í gær hefði umsamist um lán

hvað hefur eiginlega verið að gerast hér undanfarna 20 daga eða svo  og svo tala menn nú bara um launalækkun æðstu ráðamanna herskonar skollaleikur er þetta eiginlega ,skiptir ekki nokkru máli úr því sem komið er ,það sem skiptir máli er af hverju hefur ekkert gerst meira á þessum 20 dögum meira enn þetta .las það að Davíð væri bara til vandræða ausandi skít í allar áttir en enginn þorir að taka á málinu og reka þennan mann úr því starfi sem hann er nú margur hefur verið rekinn fyrir minni sakir 

Geir vertu nú maður til að taka á þig rök og losa þig við þennan klafa og það strax.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 2011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband