2.10.2009 | 22:03
Tekjuskattur í +49%?
Ég tel að nú sé ekki rétt skref tekið í skattamálum,að auka tekjuskatt upp í rúm 49%
er með öllu ólíðandi og setur fjölskyldu á hausinn hverja eftir aðra .Því verður gert nær ómögulegt að greiða sína reikninga .
Að setja á orkuskatt er ekki af hinu góða heldur því allt lendir þetta á fjölskyldunum sem þurfa að borga meira af sínum ráðstöfunartekjum í hita og rafmagnsreikning og minna verður til að borga af lánum ásamt því að slíkar hækkanir leiða til enn meiri hækkun á lánum vegna þess að verðtryggingin er ekki tekinn úr sambandi.
Ég tel að það eigi að segja upp samningum við alþjóða gjaldeyrissjóðinn,ég tel hann ekki vera að gegna því hlutverki sem hann á að gera heldur gegni hlutverki hand rukkara fyrir Englendinga og Hollendinga .
Ég tel að stjórnsýslan standi sig ekki nógu vel í því að útskýra fyrir útlendingum hvað í rauninni hafi gengið á hér og til hvaða lúalega bragða enska stjórnin hafi gripið á sínum tíma ´'eg tel að það þurfi að uppfræða bæði þingmenn og almenning þessara landa og ekki bara umrædd lönd heldur öll okkar helstu viðskiptalönd .
Ég tel mjög rangt að reyna að hefta hverskonar uppbyggingu sem gæti aukið verðmætasköpun eða veitt meiri atvinnu, ekki veitir okkur af á þessum tímum
Ég tel að borga eigi skatta af lífeyrissparnaðinum ,þar mætti auka tekjur ríkisins um tug milljarða króna án þess að það hafi áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna ,skera mætti meira niður í utanríkisþjónustunni tímabundið með fækkun sendiherra og fækkun á sendiráðum ,alls ekki má skerða niður rannsóknir á hruni bankakerfisins
Enn það er samt ljóst að við verðum að herða ólina en það verður að forgangsraða málum niður og skera niður eftir því,enn að auka skatt á almenning er ekki rétta leiðinn þegar aðrar leiðir eru færar sem ekki koma eins hart niður á fjölskyldum.
Þjóðin krafðist breytinga á stjórnarskránni ,hvar er sú verkáætlun stödd?
Fólk krafðist breytingar á kosningalöggjöfinni ,hvar er sú verkáætlun stödd?
Fólk krafðist gegnsæi í stjórnmálum hvar er sú gegnsæi?
Það er kominn tími á að þjóðin fari aðeins að vakna af blundi og veita aðhald á ný .
Hvar eru staddar rannsóknir Alþingis á bankahruninu?
Svo legg ég til að :
Þessir svokölluðu útrásavíkingar ásamt hjálparkokkum með græðgi að vopni sem gengu berserksgang á kostnað þjóðarinnar verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Make Money Online blog síða hvernig menn græða peninga á netinu
- Go Green Lýsing á vöru sem á að spara eldsneyti
- Netvinnu yfirlit Mögulegur árlegur 6 tölu hagnaður á netinu
- Niche Profit Classroom Kennsla á uppsetningu á vef ásamt möguleika að vinna heima
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.