Ákvörðunnarfælni þingmanna að sökkva þjóðinni endanlega?

Ég er að furða mig á hvers vegna þurfi endilega að verða djúp stjórnarkreppa þó að ríkisábyrgð vegna Icesave verði felld

Ég tel það vera rangt mat og þurfi og eigi ekki að verða til þess að fella stjórnina .

Ef það er mat þingmanna að ekki sé verjandi að samþykkja ríkisábyrgð þá eigi þeir að segja nei þannig að hægt sé að fara að vinna við þau mál að semja upp á það sem vantar til að sú ábyrgð verði samþykkt  og að það sé hægt að fara að vinna að öðrum málum sem bíða eftir afgreiðslu ,s.s

Hvernig á að hjálpa fjölskyldum sem eru í kröppum dansi,Hvernig á að bregðast við bílalánunum sem eru að sliga margt fólk og þar sem farið er fram af hendi fjármálastofnana á svo mjög ósanngjarnan máta gagnvart skuldurum,ekki stóðu þeir að því að lánin hækkuðu um helming og rúmlega það,nei það voru þeir sem stjórnuðu og þeir sem lögðu á ráðinn sem ollu þessum ósköpum,

Enn og aftur segi ég við þingmenn hættið þessu þvaðri um málin og farið að taka afstöðu um hvað það er sem þið viljið gera ,það styttist í haustið, tíminn er ekki endalaus í þvarg um Icesave málið.

.Það eru mörg önnur brýn mál sem bíða ,má þar nefna lögregluna ,landhelgisgæsluna Fyrir mér eru það öryggismálinn sem þurfa að vera í lagi ,þannig að fólki finnist það öruggt og geti stólað á að það  fái þá vernd sem þarf .

Það eru framundan erfiðir tímar ,því fyrr sem fólk áttar sig á því ,þess betur verður það undirbúið undir það,þetta er ekki neikvætt raus þetta er staðreynd sem ekki verður horfið framhjá sama þó menn vilji halda í að allt sé í lagi .

 Þessir svokölluðu útrásavíkingar ásamt hjálparkokkum með græðgi að vopni gengu berserksgang á kostnað þjóðarinnar svo að það er alveg ljóst að það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband