25.1.2009 | 11:48
Fer stjórninn frá og mynduð starfstjórn ?
Nú verður spennandi að fylgjast með í dag hvað gerist á pólitíska sviðinu.Hver kemur inn fyrir Björgvin eða mun öll stjórnin segja af sér ,sem ég tel að verði úr og mynduð verði starfsstjórn fram að kosningu ,sem er í rauninni það rétta úr því sem komið er . Björn sagði að það myndu líða vikur áður enn hann myndi hætta fyrir um það bil 2 vikum kannski er sú spá að rættast.
Þegar ég var í vinnunni í gær datt inn sú hugsun hjá mér að nú lifir maður á spennandi tímum ,Nýir hlutir að gerast ,nýtt upphaf af góðum hlutum sem sér ekki fyrir endann á .það eru bjartari tímar framundan .Nýtt afl að fæðast þar sem áhersla er lögð á breytingu á stjórnarskrá og kosningarlögum ásamt aðhaldi til þingmanna og ráðherra ,skarpari skilum milli þrívaldsins .
Það er vakning hjá almenningi um sína eigin hagi ,þar sem hefur verið mikil deyfð undanfarandi ár .
Fólk hefur látið allt yfir sig ganga án þess að segja nokkurt orð en nú var mælirinn fullur ,vendipunkturinn var eftir nóttina þegar augu almennings opnuðust sem sýndi sig í þátttöku í mótmælum á laugardaginn var .
Nú eru kröfur um það að hlutirnir gangi þannig fyrir sig að við horfum til framtíðar með það að leiðarljósi að byggja upp nýtt lýðveldi Íslands sem byggir á auknum afskiptum almennings af stjórn landsins og hvert það vilji stefna inn í framtíðina .
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Make Money Online blog síða hvernig menn græða peninga á netinu
- Go Green Lýsing á vöru sem á að spara eldsneyti
- Netvinnu yfirlit Mögulegur árlegur 6 tölu hagnaður á netinu
- Niche Profit Classroom Kennsla á uppsetningu á vef ásamt möguleika að vinna heima
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1934
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.