toppurinn á ísjakanum?

Jökulsárlón

Engan skyldi undra þó fólk færi af landi brott eins og ástandið er orðið í dag og allt bendir til þess að við höfum aðeins séð toppinn af ísjakanum .

Maður líka spyr sjálfan sig að því af hverju eru svo lélegar upplýsingar á ferðinni frá stjórnvöldum svo lélegar að fréttamenn kvarta jafnvel yfir því að þeir fái engar upplýsingar um hvað er að gerast og er þá nú mikið sagt ?

Ég held að þeir séu hræddir um að ef réttu upplýsingar kæmust til fólksins myndi þolinmæði fólks endanlega verða búinn því ég hef einhvern veginn þá trú að það sé víða pottur brotinn og í raun sé hér allt ein rjúkandi rúst sem geti verið erfitt að sjá fyrir endann á en við skulum vona að svo sé ekki.

Það er náttúrulega með ólíkindum að sömu menn og báru ábyrgð á hruninu hvar sem þeir voru á stjórnstiginu skulu ennþá sitja sem fastast og ætlast til að fólk treysti þeim til að stýra skútunni í gegnum brotsjói sem dynja á skútunni úr öllum áttum og er í raun ónýt.

Byggja þarf nýja skútu með nýrri áhöfn. Gömul áhöfn á nýrri skútu breytir ekki hvernig stjórnað er, það mun halda áfram sama óráðsían eins og verið hefur .

Hvernig má það vera að sömu menn geti haldið áfram að versla fyrirtæki út og suður og settu þjóðarskútuna í skuldaklafa til næstu tugi ára ?

Þær upphæðir sem um er að ræða eru svo gígatísta að við almúginn skiljum þær ekki og jafnvel ekki okkar stjórnmálamenn, því að við fáum í raun ekki upplýsingar um hvað er verið að ræða ,við heyrum allt frá 1000 milljörðum upp í 2000 milljarða. Hvernig væri nú að setja þetta í eitthvert samhengi t.d. hve margar 3 herbergja íbúðir mætti kaupa ,hvað myndi þetta duga mörg ár til að reka ríkisbúskapinn. Þannig að fólkið geti sett þetta í eitthvert samhengi til að átta sig á stærðinni.

Ég get aðeins komið með áætlaða tölu yfir hvað væri hægt að kaupa margar 3 herbergja íbúðir miðað við 1000 milljarða en það yrði 50.000 íbúðir. Þetta eru svo stórt að ég veit ekki hvar 50.000 íbúðir eru á Íslandi.

Hvað þá ef um hærri upphæðir eru að ræða .

Getur einhver frætt mig um hve margar íbúðir eru í Reykjavík? Svona til að setja þetta í eitthvert samhengi.

Ég held að fólk átti sig ekki á hvað það er mikið sem hefur tapast fyrir milligöngu örfáa manna sem hafa fengið að leika lausum hala, það þarf að draga menn til ábyrgðar og eru þeir sem settu leikreglurnar fyrst og fremst sem bera mestu ábyrgðina á því hvernig komið er

Þessir útrásamenn hafa nýtt sér glufur í löggjöfinni og nýtt sér hvað hefur verið lélegt eftirlit með fjármálastofnunum til þess að mynda allskyns svikamyllur ,krosstengsl og hvað þetta heitir allt saman til þess náttúrulega að græða sem mest,löglega en algjörlega siðblindir. Þá þarf líka að draga til ábyrgðar.

Koma þarf í veg fyrir kennitöluflakk með einhverjum hætti ,það er með öllu ólíðandi að sami maður geti hvað eftir annað stofnað fyrirtæki eða keypt fyrirtæki og stuttu seinna er viðkomandi fyrirtæki komið á hausinn.

Hvað þá þegar stofnað er til nýrra kennitölu á fyrirtæki sem eru í greiðsluerfiðleikum gagngert til að þurfa að borga ekki umsamin laun á uppsagnarfresti sem er jú algerlega siðlaust og jaðrar við glæpamennsku.

Enn fyrst og fremst þarf að breyta stjórnarskrá þannig að tryggt verði að skipting á milli þrívaldsins sé skýr

Og með að kosningarlögum verði þannig breytt að flokksræði verði minnkuð og að lögð verði áhersla á persónukjör en verið hefur .

Það er ófært að meira en helmingur starfandi þingmanna sé með svokölluð örugg sæti þá valinn af flokksmönnum en ekki hinum almenna kjósanda í  leynilegum atkvæðagreiðslum. Einnig þarf að tryggja það að ráðherrar gegni ekki þingmennsku meðan þeir gegna starfi ráðherra .Þingmenn eiga ekki að gegna öðru starfi jafnframt þingmennskunni .

        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Nú er ég sammála gamla fjósmeistaranum, aldrei þessu vant. Það þarf nýtt kjöt á teinana svo fáist almennilegt bragð.

Þeir breyttu bara lögunum fyrir hringrásarvíkingana eftir pöntun frá þeim, eiga þeir þá að rannsaka sjáfir hvar þeir fóru út af sporinu? nei það eiga aðrir að gera, en það var gaman í dag að vera viðstaddur hávaðann á Austurvelli og lætin í Alþingisgarðinum, en lætin í garðinum skrifa ég alfarið á lögregluna sem brast þolimæðin og bjuggu til þessi læti að óþörfu.

Sverrir Einarsson, 20.1.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband