11.1.2009 | 20:44
Nýtt lýðveldi !
Hvernig getum við rifið okkur út úr þessu flokkskerfi sem er ríkjandi í dag ?
Mín skoðun er sú eftir að hafa litið yfir blogg í dag að rétt sé að stofna samtök um nýja stjórnarskrá sem eingöngu myndi hafa það á stefnuskrá sinni að gera nýja stjórnarskrá byggða á nýjum gildum sem fenginn myndu verða með skoðun á stjórnarskrám í hinum frjálsa heimi og fundið það besta úr þeim öllum og búinn til ný stjórnarskrá sem myndi koma í veg fyrir svona hörmungar eins og við erum að lenda í nú og þar sem þjóðin myndi hafa meira að segja um sína framtíð en nú er .
En við myndum ganga út frá því að það væri skýr skipting á milli dómsvaldsins,framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins . Einnig að forsætisráðherra yrði kosinn beinni kosningu og hann yrði ekki þingmaður né aðrir ráðherrar .Spurning er hvort ætti að sameina forsætisráðherra og forseta ?
Breyta þyrfti kosningarlögjöfinni í þá veru að menn yrðu kosnir enn ekki flokkar ,fækka þingmönnum,láta þingið vera starfandi lengur en það er nú .
Tryggja þyrfti að menn væru ekki í öðrum störfum meðan að þeir væru starfandi þingmenn ,þá væru aðstoðarmenn óþarfir . Það væri margt sem þyrfti að taka til skoðunar .
Enn það er ljóst að það þarf breytingar við og nú er lag.
Þá kemur upp sú spurning hvernig getum við þrýst nægilega mikið á stjórnvöld til að fara frá og að stjórnlagaþing yrði komið á ?
Þá er ljóst að Ólafur yrði að skipa neyðarstjórn til að fara með stjórn landsins Og þá menn sem ekki væru þingmenn ,eins yrði um stjórnlagaþingið þar að kæmu menn sem ekki væru þingmenn .
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Make Money Online blog síða hvernig menn græða peninga á netinu
- Go Green Lýsing á vöru sem á að spara eldsneyti
- Netvinnu yfirlit Mögulegur árlegur 6 tölu hagnaður á netinu
- Niche Profit Classroom Kennsla á uppsetningu á vef ásamt möguleika að vinna heima
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 1933
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.