Grein í MBL í dag frá þingmanni Evrópusambandsins

 

'Eg las nú í morgunblaðinu Laugardaginn 3.janúar  á bls 32 eftir Daniel Hannan sem er þingmaður breska íhaldsflokksins á Evrópuþinginu ,þar sem hann skorar á okkur Íslendinga að ganga ekki í ESB og læra af mistökum sem Bretar gerðu er þeir gengu í ESB á sýnum tíma ,ég hvet alla til að lesa þennan pistill Daniels þar sem kominn er nýr vinkill á málið . Þar segir hann ma.

" Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu,rétt eins og raunin var í tilfelli Breta .Við gerðumst aðilar að forvera sambandsins á hinum erfiðu árum þegar Edward Heath var forsætisráðherra ,þegar verðbólgan var í tveggja stafa tölu ,allt logaði í verkföllum ,lokað var reglulega fyrir orku til almennings og þjóðargjaldþrot blasti við .Það er erfitt að ímynda sér að við hefðum stutt aðild áratug fyrr eða þá áratug síðar .Það hefði einfaldlega ekki ríkt nógu mikil svartsýni og örvænting .Þegar komið var fram á 9.áratug síðustu aldar fór almenningur að gera sér grein fyrir því hvað Evrópusamruninn væri í raun: kötturinn í sekknum.En þá varð einfaldlega ekki aftur snúið Niðurnjörvaðir af reglugerðafargani frá Brussel glötuðum við samkeppnisforskoti okkar .Við gengum Evrópusamrunanum á hönd við erfiðar aðstæður og afleiðingin var sú að við festum þær aðstæður í sessi Ekki gera sömu mistökin og við gerðum Þið þurfið þess ekki ."

Takið eftir að þetta er þingmaður á Evrópuþinginu sem skrifar þetta og hann ætti að vita hvað hann skrifar um Á einum stað skrifar hann :

" Ég get upplýst ykkur um þá sorglegu staðreynd að afstaðan til ykkar er ömurleg í Brussel.Það er litið niður á ykkur .Daginn sem það lá fyrir að allir bankarnir ykkar höfðu lent í erfiðleikum komu þrír Evrópusinnaðir þingmenn á Evrópuþinginu til mín glottandi hver í sínu lagi : Jæja Hannan,Íslendingarnir þínir eru ekki beinlínis að gera það gott þessa dagana ,ha? Þeir sem hafa viljað standa utan við ESB. Þeir sem hafa alltof lengi fengið að hafa hlutina eftir eigin höfði ,þeir áttu þetta skilið."

Hann segir okkur frá ömurlegu aðkomu Gordons Brown um hvað við 300 000 manna þjóðfélagi er litið öfundaraugum í Brussel og biður okkur um að hugsa vandlega áður en við látum sjálfstæðið frá okkur


mbl.is Kosningar óumflýjanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jú, við vorum dregin á asnaeyrunum í svaðið þegar græðgisvæðingin stóð sem hæst. Nú erum við að grátbiðja ESB að taka í þessi sömu asmaeyru.

Villi Asgeirsson, 4.1.2009 kl. 06:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband