Þjóðinn á heimtingu á réttlæti

Það eru góðar kveðjur sem við fáum á Aðventunni hjá ríkisstjórninni þessa daganna ,samþykkt voru lög um hækkun á ýmsum vöruflokkum sem mun leiða til hækkunar vísitölu um 0,4-0,5 % sem aftur hækkar lán hjá mér og þér ,hvað sem svo þeir herrar segja um það ef að þeir halda það að slíkar hækkanir bitni ekki á vísitölunni þá eru þeir blindir á eigin gjörðir og vita ekki hvað þeir eru að gera .

Ég veit ekki hvað Ingibjörg Sólrún meinar með því að segja að það komi lýtið inn í kassann með því að taka upp hátekjuskatt . Málið snýst ekki um það koma betri tímar og með því að taka upp hátekjuskatt nú er að sýna að þessir menn sem hafa himinháar tekjur borgi meir en sá sem lágar tekjur hefur . Eins vil ég að skoðað verði alvarlega að innan opinbera starfsmanna verði sett hámark launagreiðslna t.d 1 milljón á mánuði.

Nú eru stjórnmálaflokkarnir allir að tala um aðildarviðræður við ESB, gott og vel en þjóðin á að hafa síðasta orðið um það Kjósum og látum þjóðina segja nei eða já .Hvorki Alþingi eða ríkisstjórn er treystandi til að taka rétta ákvörðun í jafn mikilvægu máli .

Við eigum að nota tækifærið til að breyta stjórnarskrá í þá veru að fólkið eigi að hafa meira að segja um sín mál ,einnig mætti jafnvel athuga að breyta kjördæmum í einmenningskjördæmi og að forsætisráðherra væri kosinn beinni kosningu eða forsetinn fengi meiri völd og hefði með að gera að stýra ráðherrum þ.e. að löggjafarvald og framkvæmdarvald væri algerlega aðskilin.

Það hefur sýnt sig að þing var óstarfhæft því meirihlutinn var of önnum kafinn til að vera á þingi og slíkt er ótækt þegar svo alvarlegir hlutir skella á þjóðinni . Það er til skammar að mál skuli vera knúnir í gegnum alþingi án nokkrar umræðu .Þarna er brotalöm sem þarf að lagfæra ..

Ef að satt reynist að meginþorri þingmanna séu skuldum vafðir og eru að leita leiða til að afskrá skuldir þá eru þeir ekki starfi sýnu vaxnir og þarf þá að kjósa upp á nýtt en hvað hæft er í því veit maður ekki en ef enginn þeirra mótmælir þá er nú eitthvað til í þeim ásökunum.

Hvernig er með ríkisstjórnina þorir hún ekki að fara í mál við tjallann Kom skipun frá alþjóðagjaldeyrarsjóðnum um að hætta við allt slíkt eða hvað er í gangi ?

Ég er ekki ánægður með það að við skulum þurfa að borga brúsann fyrir fáeina menn sem eru flestir flúnir land með eitthvað af fé og hvað er gert til að draga þessa menn til ábyrgðar það virðist ekkert vera gert . Það svona lýtur út að allt sé að fara í sama horf hægt og hljótt ,þetta er með öllu ótækt og að við skulum ekki nota tækifærið til þess að gera breytingar á stjórnkerfinu er til vansa .

Við eigum að kjósa í vor Þessi stjórn hefur ekki umboð til þess að stjórna hún brýtur öll loforð sem hún setti fram á sýnum tíma ,þess vegna á að kjósa aftur i vor til þess að hún veldist ekki í vafa um hvort hún hafi stuðnings fólks eða ekki .

Svo er það Davíð hann þverbrýtur allar starfsreglur starfsmanna ríkis með yfirlýsingum sem ekki hæfa ,skilur þú ekki Davíð mælt mál manna eða ertu svona skinhelgur að þú haldir að þú sért ósnertanlegur ,þá þarftu að hugsa þinn gang og útvíka sjónina. Inn í seðlabankann þarf að fá menn sem eru menntaðir til þess arna að sjá um og hugsa um hagfræði þá er ég að tala um æðstu menn bankans ,einnig þarf að hreinsa til í hinum bönkunum líka ,það er ótækt að láta einungis bankastjóranna hætta en yfirmenn þar fyrir neðan starfa áfram eins og ekkert hafi í skorist það er með öllu óeðlilegt .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Guðmundur.Tek undir hvert einasta orð sem þú skrifar.Það á að kjósa í vor.Þá verður fólkið búið að ná áttum og jafna sig örlítið á hvað skeði.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 13.12.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband