fljótt skipast veður í lofti

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég síðast bloggaði hér .

Búið er að yfirtaka þrjá af okkar stærstu bönkum og tel ég að ekkert annað hafi verið í stöðunni. Það er ljóst að um mikið tjón er um  að ræða bæði fyrir stóra sem smáa og verður þjóðfélagið nokkurn tíma að ná sér út úr þessu .

En samt held ég að fólk geri sér ekki ljóst ennþá hversu alvarlegt málið er ,það kemur ekki í ljós fyrr en í næstu viku þegar fer að bera á vöruskorti og að fyrirtæki fara að stöðvast .

Af hverju var ekki notað góðærið til að auka gjaldeyrisforðann nú kemur það í ljós að hann er allt allt of lítill?

Af hverju er verið að draga það að lækka stýrivexti ? Hvaða hagur er af því að hafa þá eins háa eins og raun ber vitni ,þeir eru að keyra heimilin í þrot og lánin gera ekkert annað enn að hækka engum til góðs . Og ég botna bara ekkert í fjölmiðlafólki að hafa ekkert spurt um þessi mál á þessum fjölmiðlafundum með ráðherrum .

Þarf ekki að endurskoða seðlabankann frá grunni ,hans stefnu og hvort ekki ætti að skipta út fyrir fagfólki þeim mönnum sem eru þar í brúnni ,Ég hef ekki trú á að hægt sé að gera breytingar með sömu mönnum . Ja þá þurfa þeir að breyttast mikið .

Allavega eru breyttir tímar framundan og mikið verk óunnið til að efla trú landsmanna á stjórnmálamönnum og reyndar á bankakerfið almennt .ekki þarf að minnast á traust annarra landa á landann.

Finna þarf þann auð sem farið var með úr landi og koma honum heim, eitthvert hefur hann farið ,hef trú á því að margir hafi komið undan miklu fé til annarra landa . Það þarf að draga þá til ábyrgðar sem hafa hagað sér þannig að þjóðin þurfi að blæða til lifa af þessar hremmingar .

Við munum gera það því þegar á botnin er litið kemur í ljós styrkur okkar og samhugur til að takast á við þá erfiðleika sem framundan eru .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Takk fyrir innlitið á síðuna mína Guðmundur í dag. Alltaf gaman að sjá ný/gömul andlit Hafðu það sem best. Kveðja frá Eyjum

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 11.10.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Ég gæti ekki verið meira sammála þér Gummi  En þú mættir alveg kíkja meira inn á síðuna mína og láta vita af þér í leiðinni... komment eru gullsígildi..eins og þú veist og gaman að sjá og þreyfa að það eru virkilega einhverjir að skoða það sem þú hefur fram að færa..allavega skiptir það mig miklu máli  Kíktu og lestu því þar er mannslíf í húfi..................

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 25.10.2008 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1934

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband