11.9.2008 | 21:52
Auglýst eftir sterkum leiðtogum
Þegar Ólafslög svokölluð voru sett voru þau góðrar gjalda verð, en eiga þau við í dag ? þegar verðbólgan er ekkert á við það þegar Ólafslög voru sett . Ég tel mikinn mun á yfir 100% verðbólgu eða þegar hún er um 15 % eða lægri .
Eg tel að það eigi að fella út verðtryggingu lána eða þá að fella út úr vísitölunni þá þætti sem eru aðhækka mest í dag til einhvers tíma . Það er óeðlilegt að vaxtastig skuli vera svo hátt sem raun ber vitni og er aðeins til að þjóna þeim sem ríkari eru og í raun er hætt að þjóna þeim eins og staðan er í dag ,hún er þ.e. vaxtakjörin eru farinn að virka öfugt því fleiri og fleiri geta ekki orðið greitt lánin .
Það sem mér finnst nú mest ruglið af öllu að það skuli vera settir vextir ofan á vexti svokallað vaxtavextir ,hverjir í ósköpunum fundu upp á þessari ósvífni?
Herra ísland talaði í dag og sagði að ekki yrði um stýrivaxtalækkanir að ræða enn á að setja fleiri heimili í kreppu og enn á að þjarma að atvinnufyrirtækjum . Bankar sem öttu að fólki peningum og með látlausum áróðri um að allt í lagi væri að taka lán með þessum vöxtum sem varla þekkjast annars staðar í heiminum hafa lokað á allt sem heitir lán eða liðka til svo að einstaklingar geti borgað af sínum skuldbindingum ,nei þið getið bara etið sem úti frýs liggur við að maður fái í andlitið.
Það eru nokkrir alþingismenn sem lifa í raunveruleikanum en því miður þá er það meirihluti þingmanna sem hugsa meir um sinn eigin hag heldur en hag þeirra sem þeir eiga að vera vinna fyrir eða lifa í einhverskonar öðrum heimi en restin af því fólki sem þeir eru að vinna fyrir.Þeir þurfa að fara taka sig saman í andlitinu og fara að gera meira en að tala heldur framkvæma .
Sannir leiðtogar upplýsa fólk um hvað er hægt að gera og hvað þeir hyggjast gera og framkvæma það sem þeir segjast ætla að gera en því miður kemur ekkert fram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Make Money Online blog síða hvernig menn græða peninga á netinu
- Go Green Lýsing á vöru sem á að spara eldsneyti
- Netvinnu yfirlit Mögulegur árlegur 6 tölu hagnaður á netinu
- Niche Profit Classroom Kennsla á uppsetningu á vef ásamt möguleika að vinna heima
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.