Hversu lengi höfum við þolinmæði?

Er það svona sem við almúginn viljum að stjórnmálamenn starfi fyrir okkur ?

Er það með þögninni sem við viljum að Stjórnmálamenn sem við kusum til að starfa fyrir okkur?

Er það bara fyrir peningamenn sem stjórnmálamenn vinna fyrir ,skiptir almúginn engu máli ?

Hvers vegna kemur ekkert bitastætt frá ríkisstjórninni? Hún þarf að bregðast skjót við ,það er ekki nóg að auka gjaldeyrisforðann það þarf meira til ,hefði átt að vera búið að því fyrir lifandi löngu meðan tíðinn var góð enn nei Aftengja þarf olíuverð og bensínverð við lánskjaravísitöluna ,hækkun á lánum er ,eð öllu orðinn óviðunandi ,að 6 miljón króna lán hafi hækkað um, rúma 1,5 milljón á aðeins 6 mánuðum er út í hött og er rán.

Hvað í ósköpunum eru allar þessar 700 nefndir að gera og allir þessir nefndarmenn hljóta að fá eitthvað borgað ,er ég viss um að eitthvað mætti spara með fækkum þeirra.

Hvað í ósköpunum eru þingmenn að gera með hjálparmenn nær væri að nota peninganna í eitthvað annað ss, með stuðningi við SÁÁ sem berst í bökkum .

Hvað erum við að gera við þingmenn sem hafa enga reynslu af atvinnulífinu og í gegnum sína skólagöngu hafa fengið allt upp í hendurnar og verið hlýðnir hundar í stjórnmálaflokkunum og lifa í einhverjum veruleika sem almúginn sér ekki né kannast við. Hvað gerist svo þegar á reynir eins og nú er að bresta á ? Akkúrat ekki neitt því að það er ekki hlustað á fólk sem hefur reynslu og hefur áður gengið í gegnum þrengingar .

Það hefur alltaf brunnið á mér hvaðan í ósköðunum hafa allir þessir peningar komið allt í einu inn í hagkerfið eins og gerðist fyrir ca 7-8 árum ,það skildi þó ekki vera peningar sem hafa verið komið úr landi á síðastliðnum 50 árum frá sjávarútvegnum , Er það tilviljun að allt í einu hafi dúkað upp svo miklir peningar nei það held ég ekki . Ég held að það sé búið að vera blekkja okkur almúgans í gegnum árinn og í raun setja okkur í þrældóm peninga sem við eigum erfitt með að vinna okkur út úr . Fólk lætur allt yfir okkur ganga hvað sem dynur á ,svona á þetta ekki að vera og þessu verðum við að breyta .

Uppsagnir hjá Icelandair er aðeins upphafið af uppsögnum sem eiga eftir að koma . Það getur verið að við höfum það gott miðað við aðrar þjóðir ,en höfum við það svo gott . Hvað þurfum við að vinna langan vinnudag til að lifa sómasamlegu lífi?

Hvers vegna þurfum við að vera borga fyrir að fara á heilsugæslu? Borgum við ekki nógu háa skatta fyrir ?

Hvers vegna getum við ekki séð á sómasamlegan hátt því fólki sem stritað hefur fyrir þeim lífstandard sem við lifum í dag ,það er til skammar .

Svo að lokum þetta , Hvaðan kemur það að það skuli endalaust vera tuðað um að eina færa leiðinn til að bjarga efnahag landsins er að taka upp evru ,þegar vitað er að til þess þarf aðild að efnahagsbandalagi Evrópu eða Bandaríki Evrópu eins og leint og ljóst er stefnt að.  Er það sem við viljum ?

Það eru spurningar sem við þurfum að spyrja og hafa kjark í til að spyrja !

Það er ekki endalaust hægt að tala og tala það þarf að framkvæma líka  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1933

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband