Ræningjabæli fjármálafyrirtækja og óráðsía þingmanna .

skuldir

Mér finnst það  vera hulin ráðgáta af hverju fjármálafyrirtæki komist hjá því að svara til saka fyrir að veita ólögleg lán til sinna kúnna ,sem vissu ekki betur en að þeir væru að taka lán í góðri trú að allt væri í lagi en Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ólöglegt er  að tengja íslensk lán við erlendan gjaldeyri .

Dómurinn

Þegar dómurinn fellur um ólögleg lán stoppast innheimta af lánum um tíma vegna óvissu um hvað eigi að rukka mikið í afborgannir  .svo fellur annar dómur um hvernig eigi að reikna út þessi lán og nú upphefst reiknikúnst sem er með öllu óskýranleg og hæstvirtur eða lægstvirtur  félagsmálaráðherra samþykkir allt sem kemur frá þessum fyrirtækjum án þess að kynna sér nokkurn skapaðan hlut .Það er með öllu óskiljanlegt að vanskilavextir skuli vera lagðir á skuldir sem áttu að vera gjaldfallnir samkvæmt útreikningum ,menn skrifuðu ekkert undir þennan gjörning og getur vart verið um ógreidda reikninga að ræða og maður skildi ætla að ekki ætti að leggjast vanskilavextir á þessa upphæð ,það voru ekki við lántakendur sem brutum lög heldur voru það fjármálafyrirtækin sem það gerðu og ættu því að taka þann skell á sig en ekki við sem eigum að borga .það er með öllu óskiljanlegt að við eigum að borga vanskilavexti á þær upphæðir sem áttu að borga í millitíðinni sem leið frá dómi hæstaréttar til dóms hæstaréttar um útreikninga lánanna ,því ekki var hægt að borga því enginn vissi hve mikið ætti að borga,enn og aftur nefni ég það, að það voru fjármálafyrirtækin  sem buðu ólögleg lán og ættu því að taka þann skell á sig.

Hroki og hleypidómar

hlægjandi hýena

Óvirðing og hroki þessara fjármálafyrirtækja sem buðu ólögleg lán til sinna kúnna er hvílík  að maður á ekki til orð ,að það skuli vera hlegið að fólki sem ætlar að leita eftir leiðréttingu er fyrir neðan allar hellur .Lítilsvirðingin er slík gagnvart fólki sem er á heljarþröm yfir óréttlætinu, er skömm og á ekki að líðast sérstaklega gagnvart fjármálafyrirtækjum sem buðu ólögleg lán til sinna kúnna og virðist ætla að komast upp með það ,já ráðherra ætlar ekkert að gera í málunum ,annað hvort þorir hann því ekki eða þá að hann er spilltur og er borgaður undir borðið til þess að hann sé já ráðherra .

Já ráðherra

Ef að það er raunin ætti hann að hafa vit á því að segja af sér og fá ráðherra sem hefur bein í nefinu til þess að reka hnefan í borðið og segja hingað og ekki lengra ,reyndar skil ég ekki af hverju er ekki búið að því gagnvart bönkunum ,fyrir mitt leiti finnst mér afar dularfullt að bankarnir skuli sýna milljarða í arð á krepputímum sem sýnir mér að það er ekki allt í lagi með eitthvað ,einhverstaðar er verið að ljúga að fólki, ætlast til að við trúum því að ekki sé hægt að afskrifa hjá heimilum ,ég fæ ekki séð meðan að bankar skila milljarða í arð og takið eftir þrátt fyrir að milljarðar hafi verið afskrifaðir hjá þeim sem settu landið á hausinn ,þar eru sægreifartaldir til líka .

Þingmenn og stjórn komið hreint fram

heyri ekki,sé ekki,segji ekkert

Ég segi enn á ný við ríkisstjórnina komið hreint fram hættið að ljúga að fólki ,segið eins og er hvernig í pottinn er búið ,þingmenn segi ég við hættið að rífast eins og leikskólabörn og farið að vinna saman þó það sé ekki nema bara rétt á meðan við erum að rétta úr kútnum ,stjórnaliða segi ég það á að reyna að ná í bestu tillögurnar sem finnast til að framkvæma ,það er ekki víst að hún sé í ykkar röðum hún getur verið komið frá stjórnarandstöðunni ,það þarf nýjar hugsannir nýjar vinnuaðferðir hjá þingmönnum ,þeir eru fastir í gamla tímanum að vera á móti bara til að vera á móti ,og stjórnarliðar takið á móti með glöðu geði tillögum sem gætu virkað betur en ykkar eigin,sláið odd af oflæti ykkar og farið að vinna saman að lausnum og framkvæmdum það er það sem fólk sem er mótmæla vill, það eru vinnubrögðin á alþingi ,svo hunskist til að fara að vinna vinnuna ykkar sem þið voruð kosin til að gera ,sláið hnefum í borðið gagnvart þeim aðilum sem koma fram með óréttlæti ,eins og fjármálafyrirtækin sem buðu ólögleg lán og ætla að komast upp með það að láta almúgan borga okurvexti af sínu ólöglegu lánum sem þau buðu sínum kúnnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 1969

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband