22.11.2008 | 03:08
Icelandair hvað er að gerast ?
Ferðaðist langa leið í gær og fór frá jakarta með KLM þonusta um borð var mjög góð og fengum það sem við báðum um í drykk og matur kom reglulega .þegar ég lenti í London var ég nú ekki að hugsa um það að ég þyrfti að hafa áhyggjur af mat og drykk um borð í Icelandair en hvað gerist allt er breytt og eftir 1 og hálfan tíma í vélinni bið ég um þjónustu eftir 15 mín kemur flugfreyja og segir stutt í að komi að mér að fá eitthvað drekka .sá drykkur kemur eftir 30 min var þá búinn að vera í vélinni í 2 tíma án þess að fá vott né þurt enda ekki von því nú er seldur allur matur um borð og fékk ég fyrir náð að eta eitthvert jólabakka sem var svo sem allt i lagi en jólabakka það var ekki það sem mig langaði í allt annað var búið ,það kláraðist hreinlega það sem var á boðstólum ,allavega dýrasti hluti leiðarinnar frá jakarta ver sem sagt ekki boðlegur og mæli ég ekki með Icelandair .
Það er af og frá hægt að lýða það að Icelandair skuli vera með dýrari fargjöld og um leið að þurfa svo að borga fyrir þann mat og drykk sem maður fær ,ég tala nú ekki um þegar maður er búinn að vera á ferðinni í tæpan sólahring og fá svo bara eitt vantsglas eða hvað sem það nú var ásamt jólabakka sem var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir. Nei það verður bið á því að ég ferðist með Icelandair og vona að fleirri geri það .
21.11.2008 | 19:56
kominn heim eftir gott frí
Jæja þá er maður kominn heim úr fríi frá Indónesiu og hafði það bara vel þar laus við allar áhyggjur eða réttara sagt skildi þær eftir heima ,hafði ekki mikið af internetaðgangi svo að ég notaði síman 2 -3 til að hóa eftir smá fréttum ,Var hissa þegar Guðni hætti hvað þá þegar á undan hafði Bjarni hætt hvað er í gangi þarna hjá Framsókn ,en meira var ég hissa þegar heim kom að í gær hefði umsamist um lán
hvað hefur eiginlega verið að gerast hér undanfarna 20 daga eða svo og svo tala menn nú bara um launalækkun æðstu ráðamanna herskonar skollaleikur er þetta eiginlega ,skiptir ekki nokkru máli úr því sem komið er ,það sem skiptir máli er af hverju hefur ekkert gerst meira á þessum 20 dögum meira enn þetta .las það að Davíð væri bara til vandræða ausandi skít í allar áttir en enginn þorir að taka á málinu og reka þennan mann úr því starfi sem hann er nú margur hefur verið rekinn fyrir minni sakir
Geir vertu nú maður til að taka á þig rök og losa þig við þennan klafa og það strax.
26.10.2008 | 10:43
Síðbúið sumarfrí
Jæja þá er bara að koma sér í síðbúið sumarfrí og fara af landi brott í smá tíma og gleyma þessu tali um tap hér og tap þar .
Maður verður sjóðvitlaus á þessu öllu saman,það er þá betra að koma sér í sólinna og hitan og lengja aðeins sumarið fyrir komandi átök sem verða þegar ég kem aftur ,hress og endurnærður tja maður kemur þá kannski beint inn í kosningar hver veit, hlutirnir ganga svo hratt fyrir sig að maður nær ekki að snúa sér í heilan hring áður enn eitthvað er breytt.Já ekki má nú gleyma því, verðum við búnir að missa sjálfstæðið er ég kem aftur?
En hvað um það ætla mér að hafa gott frí og skilja eftir áhyggjur og hræðslu ásamt slatta af reiði eftir heima.
lifið heil
25.10.2008 | 11:23
Hvar er Alþingi ?
Ég hélt nú að í svona krísum ættu alþingismenn að vinna fyrir launum sínum á Alþingi.
Maður bara áttar sig bara ekki á hlutunum eins og einn góður myndi segja .
Rjúfum þögn ráðamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 09:25
Alþingi komi saman
Eitt á ég bágt með að skilja Af hverju er ekki Alþingi starfandi núna ?
Ef ekki er þörf núna þá hvenær ? Það er þörf að ræða það sem Íslenska þjóðin gengur í gegn um og er það ekki einmitt vettfangur Alþingi og alþingismenn kosnir til að gera og valdir til þess af þjóðinni, þiggja laun frá okkur til að vera fulltrúi okkar ,þegar allt kemur til alls er það Alþingi sem hefur síðasta orðið
Hér kemur berlega í ljós galli á okkar lýðræði þar sem vantar bersýnilega skiptingu á milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds .Þarna þarf að gera róttæka breytingu á stjórnarskránni .
Þ.E að það verði skýr skipting á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds .
Það er með öllu ólýðandi að þingmenn skuli vera á alþingi í einhverskonar aukavinnu ,stunda aðra vinnu með þingstörfum ,vera með einhvern einkarekstur Það er kannski von að menn sjáist ekki á þingi þegar þingfundir eru ,það er ekki nema von að virðing fyrir Alþingi fari þverrandi .
Við eigum í miklum vanda með þeim allraversta vanda sem íslensk þjóð hefur gengið í gegn um .
Það er byrjað nú á því að safna gögnum um orsök þess vanda sem nú á okkur dynur og er það vel ,því það má ekki glatast því ef við ætlum að læra að reynslunni má ekki glata fortíðinni .
En fyrst þarf að berjast við það að koma hjóli gjaldeyrisviðskipta í gang þá fyrst er hægt að berjast við það sem aflaga hefur farið og finna og leita eftir þeim eða því sem rangt var gert hvort sem var gert visvítandi eða óafvitandi .
Allavega það sem ég lagði upp með af hverju er ekki Alþingi komið saman í þessari krísu ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 20:55
fljótt skipast veður í lofti
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég síðast bloggaði hér .
Búið er að yfirtaka þrjá af okkar stærstu bönkum og tel ég að ekkert annað hafi verið í stöðunni. Það er ljóst að um mikið tjón er um að ræða bæði fyrir stóra sem smáa og verður þjóðfélagið nokkurn tíma að ná sér út úr þessu .
En samt held ég að fólk geri sér ekki ljóst ennþá hversu alvarlegt málið er ,það kemur ekki í ljós fyrr en í næstu viku þegar fer að bera á vöruskorti og að fyrirtæki fara að stöðvast .
Af hverju var ekki notað góðærið til að auka gjaldeyrisforðann nú kemur það í ljós að hann er allt allt of lítill?
Af hverju er verið að draga það að lækka stýrivexti ? Hvaða hagur er af því að hafa þá eins háa eins og raun ber vitni ,þeir eru að keyra heimilin í þrot og lánin gera ekkert annað enn að hækka engum til góðs . Og ég botna bara ekkert í fjölmiðlafólki að hafa ekkert spurt um þessi mál á þessum fjölmiðlafundum með ráðherrum .
Þarf ekki að endurskoða seðlabankann frá grunni ,hans stefnu og hvort ekki ætti að skipta út fyrir fagfólki þeim mönnum sem eru þar í brúnni ,Ég hef ekki trú á að hægt sé að gera breytingar með sömu mönnum . Ja þá þurfa þeir að breyttast mikið .
Allavega eru breyttir tímar framundan og mikið verk óunnið til að efla trú landsmanna á stjórnmálamönnum og reyndar á bankakerfið almennt .ekki þarf að minnast á traust annarra landa á landann.
Finna þarf þann auð sem farið var með úr landi og koma honum heim, eitthvert hefur hann farið ,hef trú á því að margir hafi komið undan miklu fé til annarra landa . Það þarf að draga þá til ábyrgðar sem hafa hagað sér þannig að þjóðin þurfi að blæða til lifa af þessar hremmingar .
Við munum gera það því þegar á botnin er litið kemur í ljós styrkur okkar og samhugur til að takast á við þá erfiðleika sem framundan eru .
3.10.2008 | 08:44
orsökin
Hef áður skrifað um hvað veldur olíuleysinu
http://joelsson.blog.is/blog/joelsson/entry/659382/
Hætta á að landið verði olíulaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2008 | 00:54
hversu lengi endist olian
Það er orðið ljóst núna að vandinn er miklu stærri en við almúginn gerum okkur grein fyrir
því nú eru olíufélöginn að halda því fram að landið geti orðið olíulaust eftir 1 mánuð eða svo .
Hvað þýðir það ?það þýðir það að gjaldeyrir er að verða uppurinn í landinu.Spurningin er þá hvernig á að bregðast við ?ætlar seðlabankinn að setja einhvern gjaldeyrir í umferð af gjaldeyrisforða sínum eða ætlar hann að taka lán eða Hvað er til ráða ?
Lífeyrissjóðirnir eiga mikinn gjaldeyrir erlendis en hef ekki trú á að þeir vilji skipta honum út fyrir
íslenska krónur .Spurningin er frekar sú er Seðlabankinn tilbúinn að opna gjaldeyrisreikning þar sem lífeyrissjóðir gætu fært yfir frá útlöndum og þar með aukið gjaldeyrisforða og þá um leið styrkt krónuna?
Þetta er einn leið sem er fær en það þarf hröð handtök og hraðar hugsannir .
Það þarf að gera eitthvað því heimilin eru að brenna .
2.10.2008 | 13:52
norðmenn að slá skotum við?
Meirihluti Norðmanna andvígur Ólympíuleikum í Tromsö | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2008 | 11:12
Hraðari vinnubrögð frá Alþingi takk
Greininn eftir Jóhannes Gunnarsson er þörf áminning til alþingismanna að nú þarf að hafa hraðar hendur ,breytingar ganga svo hratt í dag að það sem var hægt að gera í morgunn er ekki hægt að gera eftir hádegi.
Ég ætla að vona að frumvarpið um greiðsluaðlögun verði lagt fram hið fyrsta helst í dag ,það er tilbúið og hvað er verið að drolla með að leggja það fram ,það þyrfti að fá flýtimeðferð því það liggur á ,heimilin eru að láta undan greiðslubyrðinni sem eykst með hverri mínútu því svo hratt er krónan á leiðinni niður .
Hvað er eiginlega að gerast þarna á stjórnarheimilinu eru menn gjörsamlega blindir á hvað er að gerast í kringum þá ,ætla menn ekki að fara rísa upp úr svefnrofunum .
Mér fannst það athyglivert sem ég las einhverstaðar að einhver erlendur fjármálaspekúlant hafi fyrr í sumar talað um það að sér þætti skrítið að seðlabankinn notaði ekki tækifærið til að styrkja gjaldeyrisforðann ,heldur gerði ekki neitt það væri eins og væri verið að biða eftir að einhver bankanna færi í þrot svo hægt væri að þjóðnýta hann .
Er það hugsanlegt að um slíkt geti verið að ræða sem sagt að um þrælhugsuð brögð hafi verið að ræða og ef svo hefur verið er um stóralvarlegan hlut að ræða og ber að rannsaka slíkt sem ja ég myndi segja væri landráð .Hver er refsing við því? en þetta eru bara vangveltur út frá þessari litlu grein sem ég las .
Nú þarf að bjarga heimilunum og það strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Make Money Online blog síða hvernig menn græða peninga á netinu
- Go Green Lýsing á vöru sem á að spara eldsneyti
- Netvinnu yfirlit Mögulegur árlegur 6 tölu hagnaður á netinu
- Niche Profit Classroom Kennsla á uppsetningu á vef ásamt möguleika að vinna heima
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar