15.2.2009 | 23:29
já ráðherra
Þetta er ein enn undirstrikun á því að það beri að aðskilja löggjafarvald og framkvæmdavald með skýrum hætti .
Og að Ráðherrar gegni ekki þingmennsku jafnframt ráðherrastarfinu.eða að forsætisráðherra verði kosinn beinni kosningu.
Ráðherrum ekki treystandi fyrir löggjafarvaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2009 | 20:21
Davíð Oddsson þinn tími er búinn
Mikið er fólk fljótt að gleyma ,Davíð Oddsson var forsætisráðherra í yfir 14 ár eða lengur en nokkur annar forsætisráðherra.
.Á hans tíð voru skammarbréf send til bankastjóra sem voru ekki alveg hlýðnir og þeir fengu að heyra það , sko bréf Jóhönnu var hjóm eitt miðað við sem Davíð sendi frá sér ,
á hans tíð voru menn kallaðir skítseyði sem voguðu sér að mótmæla honum eða voru kallaðir inn á teppi til hans og skammaðir þar eins og hundar ,
á hans tíð voru bankarnir kallaðir seldir en gefnir til örfárra útvalinna manna sem höfðu ekki hundsvit á bankastarfsemi,
á hans tíð voru sett lög um eftirlaun ráðherra þar sem tryggð voru verulega há laun eftir að hann léti af störfum ,
á hans tíð var þjóðhagsstofnun lögð niður af því að honum hugnaðist ekki það sem kom frá þeim ,
á hans tíð var lögum um Seðlabanka breytt þannig að hann gæti verið skipaður þangað sem bankastjóri til lífstíðar ef svo vildi til allavega ekki væri hægt að hrófla við honum næstu 7 árin eða svo .
Svo tala menn um að hann Davíð Oddson hafi aðeins hugsað um þjóðarhag nei ekki aldeilis hann hefur hugsað um sinn eigin hag eins og svo margir sjálfstæðismenn gera .
Hann hafði allt til að geta stöðvað þessa endalausa peningaútrás bankana en óskiljanlegt af hverju hann gerði það ekki .
Davíð Oddson þinn tími er búinn og ættir að skammast til að segja af þér strax .
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 11:48
Fer stjórninn frá og mynduð starfstjórn ?
Nú verður spennandi að fylgjast með í dag hvað gerist á pólitíska sviðinu.Hver kemur inn fyrir Björgvin eða mun öll stjórnin segja af sér ,sem ég tel að verði úr og mynduð verði starfsstjórn fram að kosningu ,sem er í rauninni það rétta úr því sem komið er . Björn sagði að það myndu líða vikur áður enn hann myndi hætta fyrir um það bil 2 vikum kannski er sú spá að rættast.
Þegar ég var í vinnunni í gær datt inn sú hugsun hjá mér að nú lifir maður á spennandi tímum ,Nýir hlutir að gerast ,nýtt upphaf af góðum hlutum sem sér ekki fyrir endann á .það eru bjartari tímar framundan .Nýtt afl að fæðast þar sem áhersla er lögð á breytingu á stjórnarskrá og kosningarlögum ásamt aðhaldi til þingmanna og ráðherra ,skarpari skilum milli þrívaldsins .
Það er vakning hjá almenningi um sína eigin hagi ,þar sem hefur verið mikil deyfð undanfarandi ár .
Fólk hefur látið allt yfir sig ganga án þess að segja nokkurt orð en nú var mælirinn fullur ,vendipunkturinn var eftir nóttina þegar augu almennings opnuðust sem sýndi sig í þátttöku í mótmælum á laugardaginn var .
Nú eru kröfur um það að hlutirnir gangi þannig fyrir sig að við horfum til framtíðar með það að leiðarljósi að byggja upp nýtt lýðveldi Íslands sem byggir á auknum afskiptum almennings af stjórn landsins og hvert það vilji stefna inn í framtíðina .
18.1.2009 | 17:56
toppurinn á ísjakanum?
Engan skyldi undra þó fólk færi af landi brott eins og ástandið er orðið í dag og allt bendir til þess að við höfum aðeins séð toppinn af ísjakanum .
Maður líka spyr sjálfan sig að því af hverju eru svo lélegar upplýsingar á ferðinni frá stjórnvöldum svo lélegar að fréttamenn kvarta jafnvel yfir því að þeir fái engar upplýsingar um hvað er að gerast og er þá nú mikið sagt ?
Ég held að þeir séu hræddir um að ef réttu upplýsingar kæmust til fólksins myndi þolinmæði fólks endanlega verða búinn því ég hef einhvern veginn þá trú að það sé víða pottur brotinn og í raun sé hér allt ein rjúkandi rúst sem geti verið erfitt að sjá fyrir endann á en við skulum vona að svo sé ekki.
Það er náttúrulega með ólíkindum að sömu menn og báru ábyrgð á hruninu hvar sem þeir voru á stjórnstiginu skulu ennþá sitja sem fastast og ætlast til að fólk treysti þeim til að stýra skútunni í gegnum brotsjói sem dynja á skútunni úr öllum áttum og er í raun ónýt.
Byggja þarf nýja skútu með nýrri áhöfn. Gömul áhöfn á nýrri skútu breytir ekki hvernig stjórnað er, það mun halda áfram sama óráðsían eins og verið hefur .
Hvernig má það vera að sömu menn geti haldið áfram að versla fyrirtæki út og suður og settu þjóðarskútuna í skuldaklafa til næstu tugi ára ?
Þær upphæðir sem um er að ræða eru svo gígatísta að við almúginn skiljum þær ekki og jafnvel ekki okkar stjórnmálamenn, því að við fáum í raun ekki upplýsingar um hvað er verið að ræða ,við heyrum allt frá 1000 milljörðum upp í 2000 milljarða. Hvernig væri nú að setja þetta í eitthvert samhengi t.d. hve margar 3 herbergja íbúðir mætti kaupa ,hvað myndi þetta duga mörg ár til að reka ríkisbúskapinn. Þannig að fólkið geti sett þetta í eitthvert samhengi til að átta sig á stærðinni.
Ég get aðeins komið með áætlaða tölu yfir hvað væri hægt að kaupa margar 3 herbergja íbúðir miðað við 1000 milljarða en það yrði 50.000 íbúðir. Þetta eru svo stórt að ég veit ekki hvar 50.000 íbúðir eru á Íslandi.
Hvað þá ef um hærri upphæðir eru að ræða .
Getur einhver frætt mig um hve margar íbúðir eru í Reykjavík? Svona til að setja þetta í eitthvert samhengi.
Ég held að fólk átti sig ekki á hvað það er mikið sem hefur tapast fyrir milligöngu örfáa manna sem hafa fengið að leika lausum hala, það þarf að draga menn til ábyrgðar og eru þeir sem settu leikreglurnar fyrst og fremst sem bera mestu ábyrgðina á því hvernig komið er
Þessir útrásamenn hafa nýtt sér glufur í löggjöfinni og nýtt sér hvað hefur verið lélegt eftirlit með fjármálastofnunum til þess að mynda allskyns svikamyllur ,krosstengsl og hvað þetta heitir allt saman til þess náttúrulega að græða sem mest,löglega en algjörlega siðblindir. Þá þarf líka að draga til ábyrgðar.
Koma þarf í veg fyrir kennitöluflakk með einhverjum hætti ,það er með öllu ólíðandi að sami maður geti hvað eftir annað stofnað fyrirtæki eða keypt fyrirtæki og stuttu seinna er viðkomandi fyrirtæki komið á hausinn.
Hvað þá þegar stofnað er til nýrra kennitölu á fyrirtæki sem eru í greiðsluerfiðleikum gagngert til að þurfa að borga ekki umsamin laun á uppsagnarfresti sem er jú algerlega siðlaust og jaðrar við glæpamennsku.
Enn fyrst og fremst þarf að breyta stjórnarskrá þannig að tryggt verði að skipting á milli þrívaldsins sé skýr
Og með að kosningarlögum verði þannig breytt að flokksræði verði minnkuð og að lögð verði áhersla á persónukjör en verið hefur .
Það er ófært að meira en helmingur starfandi þingmanna sé með svokölluð örugg sæti þá valinn af flokksmönnum en ekki hinum almenna kjósanda í leynilegum atkvæðagreiðslum. Einnig þarf að tryggja það að ráðherrar gegni ekki þingmennsku meðan þeir gegna starfi ráðherra .Þingmenn eiga ekki að gegna öðru starfi jafnframt þingmennskunni .
14.1.2009 | 19:01
Upplýsingaflæði og gegnsæi ,hvar?
Það er það versta í hverju þjóðfélagi er skortur á upplýsingum ,sérstaklega þegar krísan er eins stór eins og hún er í dag .
Tilefni að því ég nefni þetta er framsaga ensk hagfræðings sem síðan var kallaður til skrafs og ráðgerðar og til að leiðrétta hvað hann sagði en voru þær leiðréttingar yfirfarnar til fólksins sem hlustaði á hann ,hvað er það sem þjóðin má ekki fá að vita ?Hvers vegna er öll þessi leynd yfir því sem gera á eða hefur verið gert ?
Er það möguleiki að það sem hann sagði er allt rétt og satt og sami þrasi að gerast eins og gerðist fyrir bankahrunið þegar menn voru úthrópaðir og sagðir túlka rangar tölur og ekki hafa réttar upplýsingar .
Ég held að stjórnarmenn verði að fara að taka sig saman í andlitinu og upplýsa hvað er í gangi og hvað mun verða gert .
Þið getið ekki ætlast til að fólk sé endalaust þolinmótt og trúi ávallt þeirri klisju að það er heilmikið búið að gera, sem er eflaust rétt því annars væri þjóðfélagið stopp en hvað það er sem búið er að gera og hvað það er sem á að gera,? Fólk upplifir eins og okkur komi það bara ekkert við hvað er að gerast .
Þarna þarf að gera bragabætur á sem allra fyrst helst í gær
11.1.2009 | 20:44
Nýtt lýðveldi !
Hvernig getum við rifið okkur út úr þessu flokkskerfi sem er ríkjandi í dag ?
Mín skoðun er sú eftir að hafa litið yfir blogg í dag að rétt sé að stofna samtök um nýja stjórnarskrá sem eingöngu myndi hafa það á stefnuskrá sinni að gera nýja stjórnarskrá byggða á nýjum gildum sem fenginn myndu verða með skoðun á stjórnarskrám í hinum frjálsa heimi og fundið það besta úr þeim öllum og búinn til ný stjórnarskrá sem myndi koma í veg fyrir svona hörmungar eins og við erum að lenda í nú og þar sem þjóðin myndi hafa meira að segja um sína framtíð en nú er .
En við myndum ganga út frá því að það væri skýr skipting á milli dómsvaldsins,framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins . Einnig að forsætisráðherra yrði kosinn beinni kosningu og hann yrði ekki þingmaður né aðrir ráðherrar .Spurning er hvort ætti að sameina forsætisráðherra og forseta ?
Breyta þyrfti kosningarlögjöfinni í þá veru að menn yrðu kosnir enn ekki flokkar ,fækka þingmönnum,láta þingið vera starfandi lengur en það er nú .
Tryggja þyrfti að menn væru ekki í öðrum störfum meðan að þeir væru starfandi þingmenn ,þá væru aðstoðarmenn óþarfir . Það væri margt sem þyrfti að taka til skoðunar .
Enn það er ljóst að það þarf breytingar við og nú er lag.
Þá kemur upp sú spurning hvernig getum við þrýst nægilega mikið á stjórnvöld til að fara frá og að stjórnlagaþing yrði komið á ?
Þá er ljóst að Ólafur yrði að skipa neyðarstjórn til að fara með stjórn landsins Og þá menn sem ekki væru þingmenn ,eins yrði um stjórnlagaþingið þar að kæmu menn sem ekki væru þingmenn .
4.1.2009 | 20:34
Áskorunn til Íslendinga
Hér er greininn sem birtist ,v/áskorunnar til mín um að birta hana geri ég það vona að morgunblaðið erfi það ekki við mig .
Þessi grein er skrifuð af Daniel Hannan sem er þingmaður breska íhaldsflokksins á Evrópuþinginu
"KÆRU Íslendingar! Ég geri mér fulla grein fyrir því að þið standið nú frammi fyrir mjög erfiðum tímum við stöndum raunar öll frammi fyrir mjög erfiðum tímum en engir erfiðleikar eru svo miklir að aðild að Evrópusambandinu geti ekki gert þá verri. Ég skil vel að þið séuð í sárum og finnist þið standa ein á báti. Þið hafið fulla ástæðu til þess eftir ömurlega framkomu Gordons Browns í ykkar garð. En ef þið bregðist við með því að leggja niður lýðræðið ykkar og sjálfstæði þá festið þið ykkur í sömu vandamálum og þið eruð í núna um alla framtíð. Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu, rétt eins og raunin var í tilfelli okkar Breta. Við gerðumst aðilar að forvera sambandsins á hinum erfiðu árum þegar Edward Heath var forsætisráðherra, þegar verðbólga var í tveggja stafa tölu, allt logaði í verkföllum, lokað var reglulega fyrir orku til almennings og þjóðargjaldþrot blasti við. Það er erfitt að ímynda sér að við hefðum stutt aðild áratug áður eða þá áratug síðar. Það hefði einfaldlega ekki ríkt nógu mikil svartsýni og örvænting. Þegar komið var fram á 9. áratug síðustu aldar fór breskur almenningur að gera sér grein fyrir því hvað Evrópusamruninn væri í raun: kötturinn í sekknum. En þá varð einfaldlega ekki aftur snúið. Niðurnjörvaðir af reglugerðafargani frá Brussel glötuðum við samkeppnisforskoti okkar. Við gengum Evrópusamrunanum á hönd við erfiðar aðstæður og afleiðingin var sú að við festum þær aðstæður í sessi. Ekki gera sömu mistökin og við gerðum. Þið þurfið þess ekki! Ég hef haft ómælda ánægju af því að ferðast reglulega til Íslands undanfarin 15 ár og á þeim tíma hef ég orðið vitni að ótrúlegum framförum. Slíkar breytingar eru oft augljósari í augum gesta sem annað slagið koma í heimsókn en þeirra sem hafa fasta búsetu á staðnum. Þegar ég kom fyrst til landsins höfðuð þið nýlega gerst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitti ykkur fullan aðgang að innri markaði ESB án þess að þurfa að taka á ykkur þann mikla kostnað sem fylgir aðild að sambandinu sjálfu. Ímyndið ykkur að í tímabundnu vonleysi tækjuð þið þá ákvörðun að ganga í ESB og taka upp evruna. Hvað myndi gerast? Í fyrsta lagi yrði gengi gjaldmiðilsins ykkar fest til frambúðar við evruna á því gengi sem þá væri í gildi. Endurskoðun á genginu með tilliti til umbóta í efnahagslífi ykkar væri útilokuð. Að sama skapi yrði ekki lengur hægt að bregðast við efnahagsvandræðum í framtíðinni í gegnum gengið eða stýrivexti. Þess í stað myndu slíkar aðstæður leiða til mikils samdráttar í framleiðslu og fjöldaatvinnuleysis. Það næsta sem þið stæðuð frammi fyrir væri það að fyrir inngönguna í ESB yrði að greiða hátt verð, fiskimiðin ykkar. Þessi mikilvægasta endurnýjanlega náttúruauðlind ykkar yrði hluti af sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins. Fljótlega mynduð þið þó átta ykkur á því að þið hefðuð afsalað ykkur einhverju margfalt dýrmætara en fiskimiðunum. Ykkar mesta auðlegð liggur nefnilega ekki í hafinu í kringum landið ykkar heldur í huga ykkar. Þið búið yfir einhverju best menntaða fólki í heiminum, frumkvöðlastarfsemi er mikil sem og öll framtakssemi. Þið hafið byggt árangur ykkar á minna regluverki, skattalækkunum og frjálsum viðskiptum. En þið mynduð reka ykkur á það að þið hefðuð gengið til liðs við fyrirbæri sem er fyrst og fremst skriffinnskubákn grundvallað á gríðarlegri miðstýringu á öllum sviðum og háum verndartollum í viðskiptum við ríki utan þess. Ég get upplýst ykkur um þá sorglegu staðreynd að afstaðan til ykkar er ömurleg í Brussel. Það er litið niður á ykkur. Daginn sem það lá fyrir að allir bankarnir ykkar höfðu lent í erfiðleikum komu þrír Evrópusinnaðir þingmenn á Evrópuþinginu til mín glottandi hver í sínu lagi: Jæja Hannan, Íslendingarnir þínir eru ekki beinlínis að gera það gott þessa dagana, ha? Þeir sem hafa viljað standa utan við ESB. Þeir hafa alltof lengi fengið að hafa hlutina eftir eigin höfði, þeir áttu þetta skilið! Tilvist ykkar ein og sér sem sjálfstæð og velmegandi þjóð hefur skapað öfund í Brussel. Ef 300 þúsund manna þjóðfélag norður við heimskautsbaug getur náð betri árangri en ESB þá er allur Evrópusamruninn í hættu að áliti ráðamanna sambandsins. Árangur ykkar gæti jafnvel orðið ríkjum sem þegar eru aðilar að ESB hvatning til þess að líta til ykkar sem fyrirmyndar. Það er fátt sem ráðamenn í Brussel vildu frekar en gleypa ykkur með húð og hári. Þið hafið valið. Þið getið orðið útkjálki evrópsks stórríkis, minnsta héraðið innan þess, aðeins 0,002% af heildaríbúafjölda þess. Eða þið getið látið ykkar eigin drauma rætast, fylgt ykkar eigin markmiðum, skráð ykkar eigin sögu. Þið getið verið lifandi dæmi um þann árangur sem frjálst og dugandi fólk getur náð. Þið getið sýnt heiminum hvað það er að vera sjálfstæð þjóð, sjálfstæð í hugsun og athöfnum sem er það sem gerði ykkur kleift að ná þeim árangri sem þið hafið náð á undanförnum áratugum. Hugsið ykkur vandlega um áður en þið gefið það frá ykkur." Meira: mbl.is/esb
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.1.2009 | 20:06
Vantar stjórnvöldum kjark ?
Það er með ólíkindum hvað stjórnvöld eru lengi að taka ákvörðun í þessu máli.
Á að láta Tjallanna komast upp með það að beita okkur hryðjuverkalögum og setja okkar þjóðfélag á hausinn .Það á ekki að líðast og ég krefst þess að tekinn verði ákvörðun um það strax á morgunn að fara í mál við Bretana . Af hverju á ég eða aðrir sem búa hér á landi að borga fyrir afglöp sem fjárglæframenn hafa lagt út í og komist á brott af landi með fleiri fleiri miljarða ? Við höfum unnið þá áður og getum gert það aftur .
Fresturinn að renna út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2009 | 14:16
Grein í MBL í dag frá þingmanni Evrópusambandsins
'Eg las nú í morgunblaðinu Laugardaginn 3.janúar á bls 32 eftir Daniel Hannan sem er þingmaður breska íhaldsflokksins á Evrópuþinginu ,þar sem hann skorar á okkur Íslendinga að ganga ekki í ESB og læra af mistökum sem Bretar gerðu er þeir gengu í ESB á sýnum tíma ,ég hvet alla til að lesa þennan pistill Daniels þar sem kominn er nýr vinkill á málið . Þar segir hann ma.
" Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu,rétt eins og raunin var í tilfelli Breta .Við gerðumst aðilar að forvera sambandsins á hinum erfiðu árum þegar Edward Heath var forsætisráðherra ,þegar verðbólgan var í tveggja stafa tölu ,allt logaði í verkföllum ,lokað var reglulega fyrir orku til almennings og þjóðargjaldþrot blasti við .Það er erfitt að ímynda sér að við hefðum stutt aðild áratug fyrr eða þá áratug síðar .Það hefði einfaldlega ekki ríkt nógu mikil svartsýni og örvænting .Þegar komið var fram á 9.áratug síðustu aldar fór almenningur að gera sér grein fyrir því hvað Evrópusamruninn væri í raun: kötturinn í sekknum.En þá varð einfaldlega ekki aftur snúið Niðurnjörvaðir af reglugerðafargani frá Brussel glötuðum við samkeppnisforskoti okkar .Við gengum Evrópusamrunanum á hönd við erfiðar aðstæður og afleiðingin var sú að við festum þær aðstæður í sessi Ekki gera sömu mistökin og við gerðum Þið þurfið þess ekki ."
Takið eftir að þetta er þingmaður á Evrópuþinginu sem skrifar þetta og hann ætti að vita hvað hann skrifar um Á einum stað skrifar hann :
" Ég get upplýst ykkur um þá sorglegu staðreynd að afstaðan til ykkar er ömurleg í Brussel.Það er litið niður á ykkur .Daginn sem það lá fyrir að allir bankarnir ykkar höfðu lent í erfiðleikum komu þrír Evrópusinnaðir þingmenn á Evrópuþinginu til mín glottandi hver í sínu lagi : Jæja Hannan,Íslendingarnir þínir eru ekki beinlínis að gera það gott þessa dagana ,ha? Þeir sem hafa viljað standa utan við ESB. Þeir sem hafa alltof lengi fengið að hafa hlutina eftir eigin höfði ,þeir áttu þetta skilið."
Hann segir okkur frá ömurlegu aðkomu Gordons Brown um hvað við 300 000 manna þjóðfélagi er litið öfundaraugum í Brussel og biður okkur um að hugsa vandlega áður en við látum sjálfstæðið frá okkur
Kosningar óumflýjanlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2009 | 12:12
Strætó til Hveragerðis og Selfoss
Nú er strætó tekið við ferðum til og frá Hveragerðis og Selfoss ,en mjög mikill galli á kerfinu er að upphafspunktur skuli vera frá Mjódd ,Það ætti að vera frá BS'I þar sem allar rútur til byrja og enda. Fólk sem ætlar að halda áfram frá selfossi til suðurnesja eða til annarra staða þurfa að finna sér leið frá mjódd og niður á Bsí og oftast er um gamalt fólk að ræða eða ung börn sem hafa notað við það að skiptistöð fyrir allt landið er á sama stað ,Þarna Þarf strætó að gera bragabætur eða Vegagerðin að skylda strætó til að hefja ferðir austur frá Bsí.
Segjast þurfa að hætta að nota Strætóferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Make Money Online blog síða hvernig menn græða peninga á netinu
- Go Green Lýsing á vöru sem á að spara eldsneyti
- Netvinnu yfirlit Mögulegur árlegur 6 tölu hagnaður á netinu
- Niche Profit Classroom Kennsla á uppsetningu á vef ásamt möguleika að vinna heima
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar