Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Óráðsíu orðaleikur

 Heyriði mig var að lesa löginn um veiðigjöld þegar ég kom að 8,9 og 10 gr þá rak mig í rogastans og spurði sjálfan mig hver bjó til þessi ósköp,hver kemur til með að skilja þessi ósköp ,hvers vegna þarf að gera hlutina svo flókna að ekki nokkur maður skilji þá ,getur einhver frætt mig hvað í ósköpunum þetta þýðir:

" 9. gr.

Stofn til útreiknings á sérstöku veiðigjaldi.

Stofn til útreiknings á sérstöku veiðigjaldi er samtala reiknaðrar rentu á hvert þorskígildiskíló, annars vegar í fiskveiðum og hins vegar í fiskvinnslu. Rentu á þorskígildiskíló skal reikna sérstaklega fyrir veiðar og vinnslu botnfisks og fyrir veiðar og vinnslu uppsjávarfisks eins og nánar er kveðið á um í 10. gr. Rentu í veiðum og vinnslu skal jafnað á afla í veiðum og vinnslu á sama tekjuári og skattframtöl sem lögð eru til grundvallar útreikningum Hagstofu Íslands byggjast á. Skal sá afli umreiknaður til þorskígilda fyrir komandi fiskveiðiár samkvæmt ákvæðum laga um stjórn fiskveiða. Reiknaðri rentu í uppsjávarveiðum skal jafnað á þorskígildi afla í uppsjávarveiðum. Reiknaðri rentu í vinnslu uppsjávarafla skal jafnað á þorskígildi þess uppsjávarafla sem unninn var. Stofn til útreiknings á sérstöku veiðigjaldi í uppsjávarveiðum skal vera reiknuð renta á þorskígildi í veiðum á uppsjávarfiski að viðbættri reiknaðri rentu á þorskígildi í vinnslu á uppsjávarfiski. Reiknaðri rentu í botnfiskveiðum skal jafnað á þorskígildi afla í botnfiskveiðum. Reiknaðri rentu í vinnslu botnfisks skal jafnað á þorskígildi heildarafla viðmiðunarársins að frádregnum þeim uppsjávarafla sem fór í vinnslu, sbr. 3. mgr. Stofn til útreiknings sérstaks veiðigjalds á þorskígildi í botnfiskveiðum skal vera reiknuð renta á þorskígildi í veiðum á botnfiski að viðbættri reiknaðri rentu á þorskígildi á vinnslu á botnfiski.

10. gr.

Reiknuð renta.

Renta reiknast sem söluverðmæti afla eða afurða að frádregnum annars vegar rekstrarkostnaði vegna veiða og vinnslu, öðrum en fjármagnskostnaði og afskriftum rekstrarfjármuna, og hins vegar reiknaðri ávöxtun á verðmæti rekstrarfjármuna. Til söluverðmætis afla eða afurða skal telja tekjur af sölu og leigu aflaheimilda. Til rekstrarkostnaðar skal telja niðurfærslu keyptra aflaheimilda í samræmi við ákvæði skattalaga. Söluverðmæti afla og afurða skal byggjast á upplýsingum sem Hagstofa Íslands vinnur árlega úr skattframtölum og aflar frá fyrirtækjum í fiskveiðum og fiskvinnslu, ásamt upplýsingum frá Fiskistofu, að teknu tilliti til breytinga á verðvísitölu sjávarafurða frá meðaltali þess tekjuárs sem framtölin byggjast á til 1. apríl ár hvert fyrir ákvörðun veiðigjaldsins. Rekstrarkostnaður sem kemur til frádráttar, sbr. 1. mgr., skal byggjast á upplýsingum sem Hagstofa Íslands vinnur árlega úr skattframtölum og aflar frá fyrirtækjum í fiskveiðum og fiskvinnslu, ásamt upplýsingum frá Fiskistofu, að teknu tilliti til breytinga á vísitölu neysluverðs frá meðaltali þess tekjuárs sem framtölin byggjast á til 1. apríl ár hvert fyrir ákvörðun veiðigjaldsins. Reiknaða ávöxtun rekstrarfjármuna, að meðtöldum birgðum, skal miða við áætlað verðmæti þeirra í lok tekjuárs, 8% í fiskveiðum, en 10% í fiskvinnslu, sem Hagstofa Íslands vinnur árlega úr skattframtölum og aflar frá fyrirtækjum í fiskveiðum og fiskvinnslu. Verðmæti skipakosts skal miða við vátryggingarverðmæti skipa eins og það er ákveðið af vátryggingafélögum að viðbættum 20% vegna búnaðar og tækja við fiskveiðar. Verðmæti fasteigna og annarra rekstrarfjármuna skal miða við bókfært verð þeirra án afskrifta, að teknu tilliti til breytinga á vísitölu byggingarkostnaðar frá meðaltali tekjuárs skattframtals til 1. apríl næst fyrir ákvörðun veiðigjaldsins."

Hvað finnst mönnum um þetta ? Gat þetta ekki verið svona eins og 7 gr einföld og auðskilinn og sanngjörn.

7. gr.

Almennt veiðigjald.

Almennt veiðigjald skal vera 8 kr. á hvert þorskígildiskíló. Almennt veiðigjald á hvert skip skal þó aldrei vera lægra en 5.000 kr.

Það er von að menn hrópi því menn skilja ekkert hvað er hér á ferð en mig grunar nú samt að þessi 70% séu prósentur af 8 krónunum þó ég sjái það ekki á hreinu.Þó ég hreinlega viti ekkert af hverju þessar 70% eigi að vera .

Það getur ekki verið tilgangur þessa frumvarps að  hirða 70 % af hagnaði hvers útgerðafélags í landinu ég trúi því engan veginn,Þarna er verið að reyna að búa til kerfi sem er svo flókið að jafnvel færust reiknimeisturum lýst ekki á .Þarna þarf að einfalda hlutina til mikilla muna .


mbl.is Yrðu að segja upp áhöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að afskrifa Landeyjarhöfn sem ein stór mistök?

Skrifaði grein um Landeyjahöfn það má sjá hana hér

Enn og aftur um fjármögnunarfyrirtækin

Ég mátti til með að skrifa hér nokkur orð um endurreiknuðu lánin .

ólöglegt

Mér finnst alveg með ólíkindum að fjölmiðlar skuli vera hættir að fjalla um þessi svo ósanngjörnu útreikninga fjármögnunarfyrirtækja á þessum ólöglegu lánum sem þau buðu og þau voga sér að leggja vanskilagjald á sem hefur verið staðið í skilum á ,við skulum muna að það voru fjármögnunarfyrirtækin sem voru brotleg með því að bjóða saklausum lántakendum gengistryggð lán sem svo reyndust vera ólögleg og þau eru látinn óáreitt með það að leggja vanskila gjald á greiðslur sem eru ekki til og flest fólk stóð í skilum svo allt í einu eru reiknuð vanskilagjald á greiðslur sem eru ekki til og komu til vegna þess að fjármögnunarfyrirtækin veittu ólögleg lán og hefðu aldrei komið til ef þau hefðu staðið löglega að málum þegar lánin voru veitt .

Það er með öllu óskiljanlegt að fólk sem fékk ólögleg lán án þeirra vitundar árið 2007 skuli vera skuldlaust við fyrirtækið og hafa eignast bílinn en þau sem fengu þessi ólöglegu lán 2006 skuli en skulda stórar fjárhæðir en samt hafa borgað lengur ,hvernig í ósköpunum fær þetta staðist nema fyrir það að það fólk sem fékk þessi ólöglegu lán 2006 hafa borgað mun lengur og meira í vanskilavexti af því sem búið var að borga og átti alls ekki von á því að þurfa að borga vanskilavexti af engu. Fjármálafyrirtækin virðast ætla að komast upp með þennan þjófnað af grandalausu fólki sem tók á móti ólöglegum lánum sem þessi fyrirtæki vissu að voru ólögleg.

Fólk almennt hefur ekki efni á því að fara í mál og fá úr því skorið hjá dómstólum hvort það sé ólöglegt að leggja vanskilavexti á það sem búið var að borga og því að það var ekki lántakandinn sem veitti eða vissi að hann samþykkti ólöglega gjörninga af hálfu fjármögnunarfyrirtækja. Ég er vel sáttur við vextina sem voru ákveðnir af hálfu dómstóla en er mjög ósáttur við að þurfa að borga vanskilavexti af því sem ég taldi mig vera búin að borga og satt best að segja skil ekki að ekki skuli vera meira um þetta fjallað af fjölmiðlum ,ég skora á fjölmiðla og aðra sem hafa einhvern mátt að taka þessi mál upp því í raun er þetta stórmál .Það er alveg með ólíkindum að fjármögnunarfyrirtækin skuli komast upp með þennan gjörning þegjandi og hljóðalaust .

Enn og aftur vek ég athygli á því að það voru fjármögnunarfyrirtækin sem buðu saklausum lántakendum lán sem svo reyndust vera ólögleg sem svo aftur leiddi til þess að endureikna þurfti upp öll lán og það á ekki að vera hlutur lántakenda að borga vanskilavexti af því sem búið er að borga eða vanskilavexti af því sem átti eftir að borga því það voru þessi fyrirtæki sem veittu þessi lán og ég spyr hvernig átti Jón og Gunna að vita að þau væru að gera eitthvað ólöglegt og það ætti eftir að koma í höfuðið á þeim seinna meir.Þetta er sanngirnismál ég er ekki að fara fram á fella niður vexti sem ákveðnir voru af hæstarétti heldur finnst mér að ég eigi ekki að þurfa borga vanskilavexti ,í því liggur ósanngirnin og tel ég fjármögnunarfyrirtækin vera að stela af saklausum borgurum .nóg var nú fyrir .


Hækkannir á Bensíni

Það sem mest vekur furðu mína er að svo virðist vera að það séu aldrei til birgðir á gamla verðinu ,það vantar ekki að ef olja hækkar erlendis þá er hækkað samdægurs ,skrýtinn tilviljun að það skuli alltaf verið að kaupa oljufarm þegar að hækkannir verða erlendis ,eða þá þegar gengið hækkar eða lækkar eftir því hvernig á það er litið.Að sama skapi þegar verð lækkar á olju þá verður nú bið á því að verðið lækki.
mbl.is Hækkanir vekja furðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræningjabæli fjármálafyrirtækja og óráðsía þingmanna .

skuldir

Mér finnst það  vera hulin ráðgáta af hverju fjármálafyrirtæki komist hjá því að svara til saka fyrir að veita ólögleg lán til sinna kúnna ,sem vissu ekki betur en að þeir væru að taka lán í góðri trú að allt væri í lagi en Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ólöglegt er  að tengja íslensk lán við erlendan gjaldeyri .

Dómurinn

Þegar dómurinn fellur um ólögleg lán stoppast innheimta af lánum um tíma vegna óvissu um hvað eigi að rukka mikið í afborgannir  .svo fellur annar dómur um hvernig eigi að reikna út þessi lán og nú upphefst reiknikúnst sem er með öllu óskýranleg og hæstvirtur eða lægstvirtur  félagsmálaráðherra samþykkir allt sem kemur frá þessum fyrirtækjum án þess að kynna sér nokkurn skapaðan hlut .Það er með öllu óskiljanlegt að vanskilavextir skuli vera lagðir á skuldir sem áttu að vera gjaldfallnir samkvæmt útreikningum ,menn skrifuðu ekkert undir þennan gjörning og getur vart verið um ógreidda reikninga að ræða og maður skildi ætla að ekki ætti að leggjast vanskilavextir á þessa upphæð ,það voru ekki við lántakendur sem brutum lög heldur voru það fjármálafyrirtækin sem það gerðu og ættu því að taka þann skell á sig en ekki við sem eigum að borga .það er með öllu óskiljanlegt að við eigum að borga vanskilavexti á þær upphæðir sem áttu að borga í millitíðinni sem leið frá dómi hæstaréttar til dóms hæstaréttar um útreikninga lánanna ,því ekki var hægt að borga því enginn vissi hve mikið ætti að borga,enn og aftur nefni ég það, að það voru fjármálafyrirtækin  sem buðu ólögleg lán og ættu því að taka þann skell á sig.

Hroki og hleypidómar

hlægjandi hýena

Óvirðing og hroki þessara fjármálafyrirtækja sem buðu ólögleg lán til sinna kúnna er hvílík  að maður á ekki til orð ,að það skuli vera hlegið að fólki sem ætlar að leita eftir leiðréttingu er fyrir neðan allar hellur .Lítilsvirðingin er slík gagnvart fólki sem er á heljarþröm yfir óréttlætinu, er skömm og á ekki að líðast sérstaklega gagnvart fjármálafyrirtækjum sem buðu ólögleg lán til sinna kúnna og virðist ætla að komast upp með það ,já ráðherra ætlar ekkert að gera í málunum ,annað hvort þorir hann því ekki eða þá að hann er spilltur og er borgaður undir borðið til þess að hann sé já ráðherra .

Já ráðherra

Ef að það er raunin ætti hann að hafa vit á því að segja af sér og fá ráðherra sem hefur bein í nefinu til þess að reka hnefan í borðið og segja hingað og ekki lengra ,reyndar skil ég ekki af hverju er ekki búið að því gagnvart bönkunum ,fyrir mitt leiti finnst mér afar dularfullt að bankarnir skuli sýna milljarða í arð á krepputímum sem sýnir mér að það er ekki allt í lagi með eitthvað ,einhverstaðar er verið að ljúga að fólki, ætlast til að við trúum því að ekki sé hægt að afskrifa hjá heimilum ,ég fæ ekki séð meðan að bankar skila milljarða í arð og takið eftir þrátt fyrir að milljarðar hafi verið afskrifaðir hjá þeim sem settu landið á hausinn ,þar eru sægreifartaldir til líka .

Þingmenn og stjórn komið hreint fram

heyri ekki,sé ekki,segji ekkert

Ég segi enn á ný við ríkisstjórnina komið hreint fram hættið að ljúga að fólki ,segið eins og er hvernig í pottinn er búið ,þingmenn segi ég við hættið að rífast eins og leikskólabörn og farið að vinna saman þó það sé ekki nema bara rétt á meðan við erum að rétta úr kútnum ,stjórnaliða segi ég það á að reyna að ná í bestu tillögurnar sem finnast til að framkvæma ,það er ekki víst að hún sé í ykkar röðum hún getur verið komið frá stjórnarandstöðunni ,það þarf nýjar hugsannir nýjar vinnuaðferðir hjá þingmönnum ,þeir eru fastir í gamla tímanum að vera á móti bara til að vera á móti ,og stjórnarliðar takið á móti með glöðu geði tillögum sem gætu virkað betur en ykkar eigin,sláið odd af oflæti ykkar og farið að vinna saman að lausnum og framkvæmdum það er það sem fólk sem er mótmæla vill, það eru vinnubrögðin á alþingi ,svo hunskist til að fara að vinna vinnuna ykkar sem þið voruð kosin til að gera ,sláið hnefum í borðið gagnvart þeim aðilum sem koma fram með óréttlæti ,eins og fjármálafyrirtækin sem buðu ólögleg lán og ætla að komast upp með það að láta almúgan borga okurvexti af sínu ólöglegu lánum sem þau buðu sínum kúnnum.


Vestfjarðaþvottabretti

 

 Var að setja inn litla grein sem hægt er að skoða :

http://bloggheimar.is/joelsson/vestfjarðaþvottabretti/


Svartir geislabaugar hjá embættismönnum?

Já ætli þurfi ekki að fara að lýta á hlut embættismanna í þessu öllu saman ,ætli spillinginn sé ekki þar eins og er annars staðar í kerfinu .Það hefur nefnilega gleymst að lýta á hlut æðstu embættismanna , þar á ég við ráðuneytisstjóranna og þeir sem hafa skipað æðstu stöður í embættismannakerfinu .
mbl.is Heimatilbúinn vandi Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úlfaldi úr mýflugu?

Hvar kemur það fram i fréttinni að Jóhanna hafi sagt ósatt um launakjör Más?

Það eru mörg þarfari mál að ræða um heldur en svona ómerkileg mál sem skipta engu máli ,hvað með mál heimilanna og hvað sjálfstæðismenn og peningamenn eru að bralla til að koma ríkisstjórninni frá með öllum tiltækum ráðum skít með almúgann og heimilin sem eru á síðasta séns að brenna ekki endanlega ,öll þessi svokölluðu úræði eru ekkert annað en klór í bakkann og gera akkúrat ekkert gagn ,Það er erfitt að horfa upp á það að milljarða skuldir eru afskrifaðir af hinum svokölluðu snillingum sem reyndust ekkert eiga á bak við það heiti annað en skúrkar,Peninga mennirnir stefna á að eignast sem mest á útsölu í haust þegar uppboð á hundruðum eigna verður staðreynd sem mun reynast bönkunum ofviða og leiða til annars hruni kjölfarið,það mun gerast ef ekki verður gripið í taumanna strax og vinstri grænir fara að standa við það sem þeir lofuðu og fari að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra .Vinstri grænir  hafa verið of eftirgefanlegir við samfylkinguna.


mbl.is Már og Jóhanna ræddu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja þar kom að því

Það er annað hvort í ökla eða eyra .Nú þegar loksins snjóar þá fáum að finna fyrir því LoL

Þetta er eins og með annað hér  á Íslandi í dag . Eins og er kemst ekkert annað að en Ice save 

meðan að heimilinn er að blæða út og ekki er staðið við að koma á laggirnar stjórnlagaþinginu til að koma með tillögur að breyttu stjórnskipan og breytingar á stjórnarskrá .

er með pistil á bloggheimar.is/joelsson


mbl.is Annir hjá björgunarsveitunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný skrif um 26 gr stjórnarskránna

 

 Skrif um 26 gr.stjórnaskrána

 

 Fara hér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Höfundur

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson
Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra .
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Hús sem hugmyndir er að kaupa
  • Vatnsdrykka
  • ...drekka_vatn
  • Veikur maður
  • Svona vildi ég sjá stæði við Leifstöð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1662

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband